Heitt súkkulaði

heitt súkkulaði gott kakó
Dökkt gott súkkulaði er best

Heitt súkkulaði

Það er hreinasti unaður að fá heitt súkkulaði hvort sem er á köldum vetrardögum eða á jólunum. Gott heitt kakó er líka fyrirtaks drykkur. Það á við hér eins og í bakstri og víðar að alvöru gott súkkulaði er best.  Það er passlegt að setja 100 g af góðu dökku súkkulaði í einn lítra af mjólk. Sumir ætla að gera vel við sitt fólk með því að hafa NÓG af súkkulaðinu en ef notað er meira en 100 g á hvern lítra, en þá minnir súkkulaðidrykkurinn meira á kakósúpu….

— DRYKKIRSÚKKULAÐILUMMURPÖNNUKÖKURVÖFFLURHEITT SÚKKULAÐI

.

Heitt súkkulaði

1 l mjólk (möndlu-, hafra-, kókos-, soya- eða nýmjólk)

100 g gott dökkt súkkulaði

smá salt

smá vanilla

smávegis af góðu hunangi

Setjið allt í pott og hitið að suðu. Best er að hafa hitann ekki mjög háan því þá vill mjólkin brenna við.

Kakóbolli
Heitt súkkulaði

— DRYKKIRSÚKKULAÐILUMMURPÖNNUKÖKURVÖFFLURHEITT SÚKKULAÐI

— HEITT SÚKKULAÐI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

Limeterta

Lime terta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu - kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.

Fyrri færsla
Næsta færsla