Heitt súkkulaði
Það er hreinasti unaður að fá heitt súkkulaði hvort sem er á köldum vetrardögum eða á jólunum. Gott heitt kakó er líka fyrirtaks drykkur. Það á við hér eins og í bakstri og víðar að alvöru gott súkkulaði er best. Það er passlegt að setja 100 g af góðu dökku súkkulaði í einn lítra af mjólk. Sumir ætla að gera vel við sitt fólk með því að hafa NÓG af súkkulaðinu en ef notað er meira en 100 g á hvern lítra, en þá minnir súkkulaðidrykkurinn meira á kakósúpu….
— DRYKKIR — SÚKKULAÐI — LUMMUR — PÖNNUKÖKUR — VÖFFLUR — HEITT SÚKKULAÐI —
.
Heitt súkkulaði
1 l mjólk (möndlu-, hafra-, kókos-, soya- eða nýmjólk)
100 g gott dökkt súkkulaði
smá salt
smá vanilla
smávegis af góðu hunangi
Setjið allt í pott og hitið að suðu. Best er að hafa hitann ekki mjög háan því þá vill mjólkin brenna við.
–
— DRYKKIR — SÚKKULAÐI — LUMMUR — PÖNNUKÖKUR — VÖFFLUR — HEITT SÚKKULAÐI —
–