Grafnar lundabringur

Grafnar lundabringur lundi bringur grafið Ármann Andri Íris Eva Skrúður
Ármann ástríðukokkur

Grafnar lundabringur

Í forrétt á aðfangadagskvöld var ástríðukokkurinn Ármann með grafnar lundabringur af fugli sem Íris systir hans veiddi í Skrúðnum sl sumar. Athugið að það tekur um sólarhring að útbúa réttinn. Í aðalrétt var hreindýrahryggur.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

 

Grafnar lundabringur

Látið bringurnar liggja í Maldon-salti í 2 klst
Skolið saltið af, þerrið bringurnar og nuddið bringunum rækilega upp úr
kryddblöndunni, látið því næst bringurnar liggja í um sólarhring í
kryddblöndunni. Blandið saman dálitlu rósmarín, timian, svartan pipar, rósapipar, basílíka,
steinselju, oregano, sykur, salt. Í nokkuð jöfnum hlutföllum, nema annars sé kosið.

Eftir sólarhring: fjarlægið mesta kryddið af bringunni (ekki allt) og
skerið í þunnar sneiðar.

Sósa:

2 msk púðursykur

1 msk worchestersósa

2 msk rauðvínsedik

1 tsk dijonsinnep

1 dl valhnetuolía

Salt og pipar eftir smekk.

(uppskrift að sósu fengin frá bjarnarey.is)

Berið fram með ristuðu brauði sem skorið hefur verið snyrtilega til.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflusalat með kapers

Kartöflusalat

Kartöflusalat með kapers. Ef ég man rétt þá kemur frumútgáfan frá Jamie Oliver. Þrusugott salat sem hentar með flestum mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af kapers svo ég setti heldur meira af því og eins og eina tsk af kaperssafa með.

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

13 matartegundir sem gleðja verulega

13 matartegundir sem gleðja verulega. Hver kannast ekki við að súkkulaði og jarðarber geri okkur ánægð? Veit nú ekki hvort þetta er vísindaleg úttekt á þrettán matartegundum sem gera okkur glaðari. Er ekki best að hver dæmi fyrir sig.