Grafnar lundabringur

Grafnar lundabringur lundi bringur grafið Ármann Andri Íris Eva Skrúður
Ármann ástríðukokkur

Grafnar lundabringur

Í forrétt á aðfangadagskvöld var ástríðukokkurinn Ármann með grafnar lundabringur af fugli sem Íris systir hans veiddi í Skrúðnum sl sumar. Athugið að það tekur um sólarhring að útbúa réttinn. Í aðalrétt var hreindýrahryggur.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

 

Grafnar lundabringur

Látið bringurnar liggja í Maldon-salti í 2 klst
Skolið saltið af, þerrið bringurnar og nuddið bringunum rækilega upp úr
kryddblöndunni, látið því næst bringurnar liggja í um sólarhring í
kryddblöndunni. Blandið saman dálitlu rósmarín, timian, svartan pipar, rósapipar, basílíka,
steinselju, oregano, sykur, salt. Í nokkuð jöfnum hlutföllum, nema annars sé kosið.

Eftir sólarhring: fjarlægið mesta kryddið af bringunni (ekki allt) og
skerið í þunnar sneiðar.

Sósa:

2 msk púðursykur

1 msk worchestersósa

2 msk rauðvínsedik

1 tsk dijonsinnep

1 dl valhnetuolía

Salt og pipar eftir smekk.

(uppskrift að sósu fengin frá bjarnarey.is)

Berið fram með ristuðu brauði sem skorið hefur verið snyrtilega til.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði – einn sá allra besti

Meiriháttar marokkóskur veitingastaður á Siglufirði. „Ég held ég hafi ekki smakkað annan eins mat þessi 94 ár sem ég hef lifað“, sagði tengdapabbi við meistarakokkinn Jaouad Hbib frá Marokkó.

Drífið ykkur til Siglufjarðar og njótið þess að borða marokkóskan mat – þið sjáið ekki eftir því.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.