Grafnar lundabringur

Grafnar lundabringur lundi bringur grafið Ármann Andri Íris Eva Skrúður
Ármann ástríðukokkur

Grafnar lundabringur

Í forrétt á aðfangadagskvöld var ástríðukokkurinn Ármann með grafnar lundabringur af fugli sem Íris systir hans veiddi í Skrúðnum sl sumar. Athugið að það tekur um sólarhring að útbúa réttinn. Í aðalrétt var hreindýrahryggur.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

 

Grafnar lundabringur

Látið bringurnar liggja í Maldon-salti í 2 klst
Skolið saltið af, þerrið bringurnar og nuddið bringunum rækilega upp úr
kryddblöndunni, látið því næst bringurnar liggja í um sólarhring í
kryddblöndunni. Blandið saman dálitlu rósmarín, timian, svartan pipar, rósapipar, basílíka,
steinselju, oregano, sykur, salt. Í nokkuð jöfnum hlutföllum, nema annars sé kosið.

Eftir sólarhring: fjarlægið mesta kryddið af bringunni (ekki allt) og
skerið í þunnar sneiðar.

Sósa:

2 msk púðursykur

1 msk worchestersósa

2 msk rauðvínsedik

1 tsk dijonsinnep

1 dl valhnetuolía

Salt og pipar eftir smekk.

(uppskrift að sósu fengin frá bjarnarey.is)

Berið fram með ristuðu brauði sem skorið hefur verið snyrtilega til.

LUNDISKRÚÐURÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pulled pork

Pulled Pork

Pulled pork. Kjartan Örn, sá hinn sami og galdraði fram vinsælt lambalæri hér um árið, á heiðurinn af pullok pork-inu. Hann segir er að þetta sé fyrir marga ögrun í grillmennskunni og að þrátt fyrir langan undirbúning sé þetta einföld matreiðsla.

Er matarboð framundan? Sex atriði sem gott er að hafa í huga

Borðsiðir og kurteisi taka breytingum með tímanum en hin almenna regla ekki; að taka tillit til annarra. Borðsiðir eru mikilvægir til þess að öllum líði vel hvort sem um er að ræða matarboð í heimahúsi eða málsverð á veitingahúsi.

Létt og gott andrúmsloft eru undirstaða borðsiða, en að auki er ekki verra að hafa hin praktísku atriði á hreinu, svo sem eins og að halda á glasi, hnífapörum og þess háttar, en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir aðalatriðið, þ.e. hlýlegt og skemmtilegt andrúmsloft. Hér verður fjallað um praktísku hliðina, það veitir visst öryggi að hafa þessi atriði á hreinu, þau eru einföld, en eins og í öllu öðru, skapar æfingin meistarann.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.