Grafnar lundabringur
Í forrétt á aðfangadagskvöld var ástríðukokkurinn Ármann með grafnar lundabringur af fugli sem Íris systir hans veiddi í Skrúðnum sl sumar. Athugið að það tekur um sólarhring að útbúa réttinn. Í aðalrétt var hreindýrahryggur.
— LUNDI — SKRÚÐUR — ÁRMANN — HREINDÝR — VILLIBRÁÐ — KJÖT —
.
Grafnar lundabringur
Látið bringurnar liggja í Maldon-salti í 2 klst
Skolið saltið af, þerrið bringurnar og nuddið bringunum rækilega upp úr
kryddblöndunni, látið því næst bringurnar liggja í um sólarhring í
kryddblöndunni. Blandið saman dálitlu rósmarín, timian, svartan pipar, rósapipar, basílíka,
steinselju, oregano, sykur, salt. Í nokkuð jöfnum hlutföllum, nema annars sé kosið.
Eftir sólarhring: fjarlægið mesta kryddið af bringunni (ekki allt) og
skerið í þunnar sneiðar.
Sósa:
2 msk púðursykur
1 msk worchestersósa
2 msk rauðvínsedik
1 tsk dijonsinnep
1 dl valhnetuolía
Salt og pipar eftir smekk.
(uppskrift að sósu fengin frá bjarnarey.is)
Berið fram með ristuðu brauði sem skorið hefur verið snyrtilega til.
— LUNDI — SKRÚÐUR — ÁRMANN — HREINDÝR — VILLIBRÁÐ — KJÖT —
.