Hreindýrshryggur Ármanns

Hreindýrshryggur Ármanns Hreindýrahryggur Ármann Andri Hreindýr hryggur villibráð kjöt
Ármann með hreindýrshrygginn

Hreindýrshryggur Ármanns

Ármann veltir mikið fyrir sér mat og mataruppskriftum – hann eldar af ástríðu og má því með mikilu stolti kalla hann ástríðukokk. Ármann ætti að halda úti matarbloggi. Á aðfangadagskvöld eldaði hann hreindýrshrygg af dýri sem hann skaut sjálfur.

LUNDI — ÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT

.

Hreindýrshryggur. Látið kjötið marínerast í portvíni, fersku timjan, fersku rósmarín og hvítlauk í 3 sólarhringa.

Látið kjötið  standa í stofuhita 6 klst fyrir eldun. Gott er að hnýta
kjötið aðeins saman fyrir eldun.

Snöggsteiktið á heitri pönnu, 2-3 mínútur á hvorri hlið, pakkið
þétt inn í álpappír.

Eldið í 100 gráðu heitum ofni, þar til kjarninn nær 52 gráðum. Látið
standa á borði í 10-15 mín. Borið fram medium-rare.

Ráðlagt meðlæti:
-Hasselback kartöflur
-Gljáður perlu/scharlott laukur úr portvíni og balsamikedik að hætti
Úlfars Finnbjörnssonar
-Gulrótarpúrré
-Góð villibráðarsósa, púrtvínssósa eða villisveppasósa.

LUNDI — ÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frosin bleik ostaterta – toppterta

Frosin bleik jarðarberjaterta Frosin bleik ostaterta. Á sunnudaginn voru hér nokkrar prúðbúnar dömur í árlegu kaffiboði. Slíkar kaffikvennasamkundur eru kjörinn vettvangur til að prófa nýjar tertur. Sem betur fer lukkast þær flestar vel en auðvitað kemur fyrir að ein og ein er "ekkert spes" eins og kona nokkur í boðinu hafi á orðu um tilraunakaffimeðlæti sem þær smökkuðu. Íslensk jarðarber flæða nú úr gróðurhúsum landsmanna. Þessi terta kemst alveg á topp þrjú yfir bestu hráfæðisterurnar.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.