Hreindýrshryggur Ármanns
Ármann veltir mikið fyrir sér mat og mataruppskriftum – hann eldar af ástríðu og má því með mikilu stolti kalla hann ástríðukokk. Ármann ætti að halda úti matarbloggi. Á aðfangadagskvöld eldaði hann hreindýrshrygg af dýri sem hann skaut sjálfur.
— LUNDI — ÁRMANN — HREINDÝR — VILLIBRÁÐ — KJÖT —
.
Hreindýrshryggur. Látið kjötið marínerast í portvíni, fersku timjan, fersku rósmarín og hvítlauk í 3 sólarhringa.
Látið kjötið standa í stofuhita 6 klst fyrir eldun. Gott er að hnýta
kjötið aðeins saman fyrir eldun.
Snöggsteiktið á heitri pönnu, 2-3 mínútur á hvorri hlið, pakkið
þétt inn í álpappír.
Eldið í 100 gráðu heitum ofni, þar til kjarninn nær 52 gráðum. Látið
standa á borði í 10-15 mín. Borið fram medium-rare.
Ráðlagt meðlæti:
-Hasselback kartöflur
-Gljáður perlu/scharlott laukur úr portvíni og balsamikedik að hætti
Úlfars Finnbjörnssonar
-Gulrótarpúrré
-Góð villibráðarsósa, púrtvínssósa eða villisveppasósa.
— LUNDI — ÁRMANN — HREINDÝR — VILLIBRÁÐ — KJÖT —
.