Hreindýrshryggur Ármanns

Hreindýrshryggur Ármanns Hreindýrahryggur Ármann Andri Hreindýr hryggur villibráð kjöt
Ármann með hreindýrshrygginn

Hreindýrshryggur Ármanns

Ármann veltir mikið fyrir sér mat og mataruppskriftum – hann eldar af ástríðu og má því með mikilu stolti kalla hann ástríðukokk. Ármann ætti að halda úti matarbloggi. Á aðfangadagskvöld eldaði hann hreindýrshrygg af dýri sem hann skaut sjálfur.

LUNDI — ÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT

.

Hreindýrshryggur. Látið kjötið marínerast í portvíni, fersku timjan, fersku rósmarín og hvítlauk í 3 sólarhringa.

Látið kjötið  standa í stofuhita 6 klst fyrir eldun. Gott er að hnýta
kjötið aðeins saman fyrir eldun.

Snöggsteiktið á heitri pönnu, 2-3 mínútur á hvorri hlið, pakkið
þétt inn í álpappír.

Eldið í 100 gráðu heitum ofni, þar til kjarninn nær 52 gráðum. Látið
standa á borði í 10-15 mín. Borið fram medium-rare.

Ráðlagt meðlæti:
-Hasselback kartöflur
-Gljáður perlu/scharlott laukur úr portvíni og balsamikedik að hætti
Úlfars Finnbjörnssonar
-Gulrótarpúrré
-Góð villibráðarsósa, púrtvínssósa eða villisveppasósa.

LUNDI — ÁRMANNHREINDÝRVILLIBRÁР— KJÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beituskúrinn í Neskaupstað – besta fiskipanna á landinu

Beituskúrinn í Neskaupstað - besta fiskipanna á landinu. Hákon Hildibrand í Neskaupstað er hvergi banginn - hann lætur verkin tala. Fyrir nokkrum árum breytti Hákon og fjölskylda gamla kaupfélagshúsinu í bænum í Hótel Hildibrand. Síðasta sumar opnuðu þau veitingastað í nýuppgerðum beitningaskúr, í flæðarmálinu í miðjum bænum. Það er ánægjulegt að sjá hvernig gamall andi skúrsins er allt um kring og fjölmörg áhöld og annað sem var í skúrnum er notað sem skraut.

Oreo-browniesterta – þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)

Oreo-browniesterta. Peter kom með undurgóða tertu í síðasta föstudagskaffi sem endaði með því að við vorum óvinnufær lengi á eftir.... Nei grín! Tertan var samt borðuð upp til agna á skammri stundu - þessi terta bráðnar í munni, trúið mér :)