Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney fíkjur gráfíkjur ólífur kryddmauk
Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney

Er að missa mig í chutneyinu. Fíkjur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði ferskar og þurrkaðar. Fíkjur eru trefjaríkar, en það eru líka epli, sveskjur, perur og döðlur.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Fíkju- og ólífuchutney

 325 g þurrkaðar fíkjur, skornar í tvennt

200 g svartar ólífur

70 g púðursykur

1 tsk fennelfræ

1 tsk kanill

smá negull

1/2 tsk marsala

150 ml rauðvínsedik

100 ml vatn

Setjið allt í pott og sjóðið í 15 mín. Takið pottinn af og látið rjúka í 5-10 mín. Látið þá í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of smátt.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Edda Björgvins, einstakur gleðigjafi heldur matarboð

Edda Björgvins - einstakur gleðigjafi. Edda Björgvinsdóttir stórleikkona hefur glatt þjóðina í áratugi og er hvergi nærri hætt. Hún hefur örugglega komið oftar fram í Áramótaskaupum og skemmtiþáttum en nokkur annar. Edda bauð góðum vinum sínum í „létta veislu" eins og hún orðaði það sjálf. Hún lék á alls oddi, sagði okkur frá því að í sumar verður frumsýnd kvikmynd sem hún leikur í og í haust fer hún með eitt af aðalhlutverkunum í nýju leikriti Ragnars Bragasonar sem sýnt verður í Þjóðleikhúsinu. Auk þess ferðast hún um og heldur óborganlega skemmtilega fyrirlestra. Já svo er hin orðheppna Bibba aldrei langt undan

Fyrri færsla
Næsta færsla