Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney fíkjur gráfíkjur ólífur kryddmauk
Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney

Er að missa mig í chutneyinu. Fíkjur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði ferskar og þurrkaðar. Fíkjur eru trefjaríkar, en það eru líka epli, sveskjur, perur og döðlur.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Fíkju- og ólífuchutney

 325 g þurrkaðar fíkjur, skornar í tvennt

200 g svartar ólífur

70 g púðursykur

1 tsk fennelfræ

1 tsk kanill

smá negull

1/2 tsk marsala

150 ml rauðvínsedik

100 ml vatn

Setjið allt í pott og sjóðið í 15 mín. Takið pottinn af og látið rjúka í 5-10 mín. Látið þá í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of smátt.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar

veitinga-og-kaffihus

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar. Við höfum okkur til mikillar ánægju skrifað um nokkur veitinga- og kaffihús sem við höfum farið á síðustu mánuði. Hér eru þær umfjallanir sem mest hafa verið skoðaðar.

Steiktar kartöflur með rósmarín

Steiktar kartöflur með rósmarín. Rósmarín og kartöflur passa einstaklega vel saman. Þessi kartöfluréttur er að grunni til frá Nigellu vinkonu minni. Á hvern disk setur hún gróft saxað salat og svo kartöflurnar þar yfir. Sem sagt aðalréttur. En ég lét duga að hafa kartöflurnar sem meðlæti.

Fyrri færsla
Næsta færsla