Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney fíkjur gráfíkjur ólífur kryddmauk
Fíkju- og ólífuchutney

Fíkju- og ólífuchutney

Er að missa mig í chutneyinu. Fíkjur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, bæði ferskar og þurrkaðar. Fíkjur eru trefjaríkar, en það eru líka epli, sveskjur, perur og döðlur.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Fíkju- og ólífuchutney

 325 g þurrkaðar fíkjur, skornar í tvennt

200 g svartar ólífur

70 g púðursykur

1 tsk fennelfræ

1 tsk kanill

smá negull

1/2 tsk marsala

150 ml rauðvínsedik

100 ml vatn

Setjið allt í pott og sjóðið í 15 mín. Takið pottinn af og látið rjúka í 5-10 mín. Látið þá í matvinnsluvél og maukið, samt ekki of smátt.

CHUTNEYFÍKJURÓLÍFUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Fyrri færsla
Næsta færsla