Fassbender & Rausch – uppáhaldssúkkulaðibúðin í Berlín

Fassbender & Rausch - uppáhaldssúkkulaðibúðin Albert í Berlín what to do in berlin chocolate shop in berlin
Fassbender & Rausch

Fassbender & Rausch – uppáhaldssúkkulaðibúðin í Berlín

Uppáhalds súkkulaðibúðin í Berlín heitir Fassbender & Rausch. Á neðri hæðinni er stór búð með extra góðu súkkulaði og á efri hæðinni er súkkulaðikaffihús. Þegar við vorum þarna á dögunum fengum við okkur m.a. heitt súkkulaði með chili og litla köku með bláberjamús ofan á. Það má vel mæla með þessu dásamlega kaffihúsi sem er að Charlottenstrasse 60 í Berlín.

BERLÍNSÚKKULAÐIKAFFI- OG VEITINGAHÚS

.

Fassbinder

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Rabarbari með kókosbollum

Rabarbari kókosbollur

Rabarbari með kókosbollum. Völu kókosbollur hafa nokkrum sinnum áður komið við sögu á þessari síðu. Þannig er að frænka mín á verksmiðjuna og hún á það til að færa okkur splunkunýjar kókosbollur, þá gleymum við öllu heilsu- og hollustutali og "dettum í það" Frænkan er kölluð Kolla og er hér á bæ oftast nefnd Kolla-Kókosbolla (en farið ekki með það lengra...)