Mest skoðað 2012

Gleðilegt nýtt ár Döðluterta  2 Rabarbarapæ  3 Soðið rauðkál  4 Sveskju- og döðluterta  5 Súkkulaðisalamí  6 Ensk jólakaka  7 Snickerskaka og  8 Fiskisúpa Eika

Vinsælast eða mest skoðað árið 2012. Gleðilegt ár kæru lesendur, takk fyrir góðar móttökur á þessu matarbloggi. Þær uppskriftir sem mest hafa verið skoðaðar á árinu eru:

1 Döðluterta

2 Rabarbarapæ

3 Soðið rauðkál

4 Sveskju- og döðluterta

5 Súkkulaðisalamí

6 Ensk jólakaka

7 Snickerskaka og

8 Fiskisúpa Eika

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri

Síðdegiskaffi hjá Ólöfu og Ásgeiri. Ólöf frænka mín Jónsdóttir bauð í síðdegiskaffi og naut aðstoð við undirbúninginn frá Ásgeiri eiginmanni sínum. Það var sannkallað hlaðborð hjá þeim hjónum með döðlutertu, grænmetisböku, silungasalati og ýmsu fleira góðgæti. Varla þarf að taka fram að við gestirnir tókum hraustlega til matar okkar. Olla er heimilisfærðikennari í Keflavík og er nýbúin að gefa út stórfínar matreiðslubækur ætlaðar yngstu stigum grunnskóla.

Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta. Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.