Valhnetu- og sveppapaté

Valhnetu- og sveppapaté grænmeti vegan kæfa
Valhnetu- og sveppapaté

Valhnetu- og sveppapaté

Hnetu-, sveppa- og baunasamsetningin er algjör galdur í þessari kæfu. Verst að maður á svo erfitt með að hætta að borða hana og þess vegna er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, enda allt í lagi að gúffa í sig svona hollustufæðu. Ekki tilkynna kjötætum að það sé ekki kjöt í kæfunni, þá verða þær oft eins og þeim hafi verið sagt að fara á hnén og byrja að tilbiðja einhvern allt annan guð. Ef þær vita ekkert um innihaldið, rífa þær þetta í sig með bestu lyst! Já, þetta er lostæti.

.

VEGANVALHNETURPATÉHVÍTAR BAUNIR

.

Valhnetu- og sveppapaté

3 msk ólifuolía
1 b saxaður laukur
3 hvítlauksgeirar
1 tsk timian
1 tsk estragon
1 tsk salt
pipar
1 askja saxaðir sveppir
1 b léttristaðar valhnetur
3/4 b hvítar baunir úr dós
1 tsk balsamik edik
allt að 1/4 b kalt grænmetissoð

Hitið 2 msk msk af ólífuoliu í stórri pönnu við meðalhita, setjið laukinn út í og steikið í 3-5 mín þar til hann er glær. Bætið hvítlauk við, timian, estragon, salti og pipar. Steikið áfram í eina mín. Bætið því næst sveppum í og steikið í 7-10 mín eða þar til þeir eru mjúkir. Lækkið hita ef nauðsynlegt er svo þeir brenni ekki.

Á meðan sveppirnir steikjast, setjið valhneturnar í matvinnsluvélina og malið fínt. Setjið sveppablönduna út í valhneturnar í matvinnsluvélina, ásamt balsamediki, baunum og restinni af ólífuolíunni. Blandið vel saman og bætið við grænmetissoði einni msk í einu, ef þarf, þar til þetta er passlega mjúkt. Á að líkjast kæfu.

Setjið í ílát, lokið vel og kælið í amk klst.

 

.

VEGANVALHNETURPATÉHVÍTAR BAUNIR

VALHNETU- OG SVEPPAPATÉ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.