Banana- og tebrauð

Banana- og tebrauð heilhveiti bananabrauð
Banana- og tebrauð

Banana- og tebrauð

Hljómar eitthvað svo vel að setja te í brauð. Það er ekki nóg að finna spennandi uppskrift,  þýða hana og staðfæra – það þarf líka að baka (og betrumbæta ef það er hægt).

BANANABRAUÐ

.

Banana- og tebrauð

1 1/2 b heilhveiti

1/2 b sykur

1 msk lyftiduft

1/4 b haframjöl

1 tsk salt

1 1/2 þroskaður banani, stappaður

1/4 b kókosolía, fljótandi

1/4 b appelsíusafi

1/2 tsk appelsínubörkur

1 tsk vanilluextrakt

1 tsk hörfræ

3/4 b soðið vatn

1 tepoki

ofaná:

Sykur, sítrónubörkur, kanill

Til tilbreytingar:

1/4 b saxaðar valhnetur eða pecanhnetur

1/2 b saxað epli

Blandið saman heilhveiti, sykri, lyftidufti, haframjöli og salti. Útbúið teið í 3/4 b af vatni og látið kólna lítið eitt. Setjið í sér skál: te, stappaða banana, olíu, vanillu, hörfræ, appelsínusafa og appelsínubörk. Blandið þurrefnunum saman við „blautefnin“. Setjið í ílangt bökunarform, stráið kanilsykri og sírtónuberki yfir og bakið í 35-45 mín við 175° Látið brauðið kólna að mestu áður en það er skorið í sneiðar.

BANANABRAUÐ

banana- og tebrauð bananar appelsína te börkur
Banana- og tebrauð
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífsstílskaffi, fyrirlestur í Gerðubergi í kvöld kl 20. Af heimasíðu Gerðubergs:  „Matseld, veislur, borðsiðir og kurteisi eru Albert Eiríkssyni hugleikin, en hann er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir. Á lífsstílskaffi marsmánaðar segir Albert frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður farið yfir undirbúning og skipulagningu á veislum og nokkra helstu borðsiðina.

Albert Eiríksson heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins,alberteldar.com. Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik."

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Epli með heslihnetu-loki – dásamlega góð kaka

Epli með heslihnetu-loki

Epli með heslihnetu-loki. Halldóra systir mín hefur marg oft komið við sögu á þessu bloggi. Það er afar auðvelt að fá matarást á henni enda galdrar hún fram heilu veislurnar án þess að blása úr nös. Við voru í „smá morgunmat" hjá henni á dögunum og þar var meðal annars boðið upp á þessa dásamlega góðu köku.

Fyrri færsla
Næsta færsla