Banana- og tebrauð
Hljómar eitthvað svo vel að setja te í brauð. Það er ekki nóg að finna spennandi uppskrift, þýða hana og staðfæra – það þarf líka að baka (og betrumbæta ef það er hægt).
— BANANABRAUÐ —
.
Banana- og tebrauð
1 1/2 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 msk lyftiduft
1/4 b haframjöl
1 tsk salt
1 1/2 þroskaður banani, stappaður
1/4 b kókosolía, fljótandi
1/4 b appelsíusafi
1/2 tsk appelsínubörkur
1 tsk vanilluextrakt
1 tsk hörfræ
3/4 b soðið vatn
1 tepoki
ofaná:
Sykur, sítrónubörkur, kanill
Til tilbreytingar:
1/4 b saxaðar valhnetur eða pecanhnetur
1/2 b saxað epli
Blandið saman heilhveiti, sykri, lyftidufti, haframjöli og salti. Útbúið teið í 3/4 b af vatni og látið kólna lítið eitt. Setjið í sér skál: te, stappaða banana, olíu, vanillu, hörfræ, appelsínusafa og appelsínubörk. Blandið þurrefnunum saman við „blautefnin“. Setjið í ílangt bökunarform, stráið kanilsykri og sírtónuberki yfir og bakið í 35-45 mín við 175° Látið brauðið kólna að mestu áður en það er skorið í sneiðar.