Banana- og tebrauð

Banana- og tebrauð heilhveiti bananabrauð
Banana- og tebrauð

Banana- og tebrauð

Hljómar eitthvað svo vel að setja te í brauð. Það er ekki nóg að finna spennandi uppskrift,  þýða hana og staðfæra – það þarf líka að baka (og betrumbæta ef það er hægt).

BANANABRAUÐ

.

Banana- og tebrauð

1 1/2 b heilhveiti

1/2 b sykur

1 msk lyftiduft

1/4 b haframjöl

1 tsk salt

1 1/2 þroskaður banani, stappaður

1/4 b kókosolía, fljótandi

1/4 b appelsíusafi

1/2 tsk appelsínubörkur

1 tsk vanilluextrakt

1 tsk hörfræ

3/4 b soðið vatn

1 tepoki

ofaná:

Sykur, sítrónubörkur, kanill

Til tilbreytingar:

1/4 b saxaðar valhnetur eða pecanhnetur

1/2 b saxað epli

Blandið saman heilhveiti, sykri, lyftidufti, haframjöli og salti. Útbúið teið í 3/4 b af vatni og látið kólna lítið eitt. Setjið í sér skál: te, stappaða banana, olíu, vanillu, hörfræ, appelsínusafa og appelsínubörk. Blandið þurrefnunum saman við „blautefnin“. Setjið í ílangt bökunarform, stráið kanilsykri og sírtónuberki yfir og bakið í 35-45 mín við 175° Látið brauðið kólna að mestu áður en það er skorið í sneiðar.

BANANABRAUÐ

banana- og tebrauð bananar appelsína te börkur
Banana- og tebrauð
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hommabrauðið góða – glútenlaust lyftiduftsbrauð

Hommabrauðið góða. Fyrir næstum því áratug fórum við Sólrún í ferð til Kjartans sonar hennar og Elísu frænku minnar í Þýskalandi. Þar bakaði ég nokkrum sinnum þetta glútenlausa brauð, en Elísa er með glútenóþol. Það var svo mörgum árum seinna að ég frétti að brauðið væri alltaf kallað Hommabrauðið góða eftir heimsóknina. Satt best að segja var ég alveg búinn að gleyma brauðinu en Sólrún átti uppskriftina og bakar reglulega hommabrauðið góða.

Avókadó hrákaka – „Vá, þvílíka kakan!!”

Avókadó hrákaka - „Vá, þvílíka kakan!!". Seint hætti ég að dásama hrátertur. Þær eru ekki bara hollar heldur líka ljúffengar. Svo er avókadó fullt af góðum fitum. Þessa fallegu ljósgrænu hollustutertu fór vinkona mín með í vinnuna og einn vinnufélagi hennar sagði „Vá, þvílíka kakan!!"

Fyrri færsla
Næsta færsla