Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta STeinunn JÚLÍUSDÓTTIR Signý SÆMUNDSDÓTTIR hráterta kaka raw food jarðarber terta
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Steinunn og Signý komu í kaffi í dag og fengu jarðarberjatertu. Það verður aldrei ofmælt hversu hollir ávextir eru, t.d. eru jarðarber full af c-vítamíni, magnesíum og trefjum. Það er mjög auðvelt að rækta jarðarber – hafið það í huga með vorinu. Svo er algjör óþarfi að taka græna hlutann af þeim áður en þau eru borðuð, hann er líka hollur. Hér á bæ eru gjarnan til frosin jarðarber sem við setjum í bústið þegar þannig liggur á okkur….

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Jarðarberjaterta

botn:

4 dl pekanhnetur

1 dl kókosmjöl (leggið í bleyti í um klst ef þær eru mjög þurrar)

3 dl döðlur

1 dl kókosolía (fljótandi)

1 msk hörfræ

2-3 msk vatn

smá salt

fylling:

500 g jarðarber

1-2 bananar

100 g kasjúhnetur

1 tsk vanilla

Setjið pekanhnetur, kókosmjöl, döðlur, kókosolíu, hörfræ og salt í matvinnsluvél og maukið. Klæðið kringlótt form með smjörpappír í botninum, þjappið. Kælið

Setjið helminginn af jarðarberjunum í matvinnsluvél, bætið saman við banönum, kasjúhnetum og vanillu. Blandið saman og setjið á botninn. Skerið jarðarberin niður og setjið yfir fyllinguna. Kælið í um klst áður en kakan er borin á borð

FLEIRI HRÁTERTUR

Jarðarberjaterta
Signý og Steinunn gæða sér á jarðarberjatertunni

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Ferskju og bláberjabaka

Ferskju- og bláberjabaka

Ferskju og bláberjabaka. Þó smjördeig sé oftast bakað við háan hita í stuttan tíma  er hér betra að hafa hitann aðeins lægri, ferskjurnar eru safaríkar og safinn úr þeim getur lekið út um allt ef hann fær ekki að gufa upp að hluta í bakstrinum.

Svanakjúklingur Svanhvítar

Svanakjúklingur Svanhvítar „Þessa kjúklingauppskrift fékk ég í Riga í Lettlandi árið 1995 úr uppskriftabók sem við gerðum í alþjóðlega kvennaklúbbnum þar. Enn ég er búin að breyta henni, en grunnurinn er úr bókinni. Ég geri þetta frekar oft þegar mér finnst eitthvað gott enn það vantar eitthvað. Mikið er ég ánægð að fá að vera einn af 52 gestum á blogginu á árinu. Ég ákvað að elda þennan rétt af því að þetta er svo ekta "comfort food" sem hentar svo vel á vetrarmánuðum." segir Svanhvít sem hélt matarboð ásamt Peter manni sínum í Brussel þar sem þau búa. Einnig var boðið upp á Grænan aspas vafinn hráskinku og Einfaldan og góðan eftirrétt