Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta STeinunn JÚLÍUSDÓTTIR Signý SÆMUNDSDÓTTIR hráterta kaka raw food jarðarber terta
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Steinunn og Signý komu í kaffi í dag og fengu jarðarberjatertu. Það verður aldrei ofmælt hversu hollir ávextir eru, t.d. eru jarðarber full af c-vítamíni, magnesíum og trefjum. Það er mjög auðvelt að rækta jarðarber – hafið það í huga með vorinu. Svo er algjör óþarfi að taka græna hlutann af þeim áður en þau eru borðuð, hann er líka hollur. Hér á bæ eru gjarnan til frosin jarðarber sem við setjum í bústið þegar þannig liggur á okkur….

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Jarðarberjaterta

botn:

4 dl pekanhnetur

1 dl kókosmjöl (leggið í bleyti í um klst ef þær eru mjög þurrar)

3 dl döðlur

1 dl kókosolía (fljótandi)

1 msk hörfræ

2-3 msk vatn

smá salt

fylling:

500 g jarðarber

1-2 bananar

100 g kasjúhnetur

1 tsk vanilla

Setjið pekanhnetur, kókosmjöl, döðlur, kókosolíu, hörfræ og salt í matvinnsluvél og maukið. Klæðið kringlótt form með smjörpappír í botninum, þjappið. Kælið

Setjið helminginn af jarðarberjunum í matvinnsluvél, bætið saman við banönum, kasjúhnetum og vanillu. Blandið saman og setjið á botninn. Skerið jarðarberin niður og setjið yfir fyllinguna. Kælið í um klst áður en kakan er borin á borð

FLEIRI HRÁTERTUR

Jarðarberjaterta
Signý og Steinunn gæða sér á jarðarberjatertunni

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.