Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta STeinunn JÚLÍUSDÓTTIR Signý SÆMUNDSDÓTTIR hráterta kaka raw food jarðarber terta
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Steinunn og Signý komu í kaffi í dag og fengu jarðarberjatertu. Það verður aldrei ofmælt hversu hollir ávextir eru, t.d. eru jarðarber full af c-vítamíni, magnesíum og trefjum. Það er mjög auðvelt að rækta jarðarber – hafið það í huga með vorinu. Svo er algjör óþarfi að taka græna hlutann af þeim áður en þau eru borðuð, hann er líka hollur. Hér á bæ eru gjarnan til frosin jarðarber sem við setjum í bústið þegar þannig liggur á okkur….

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Jarðarberjaterta

botn:

4 dl pekanhnetur

1 dl kókosmjöl (leggið í bleyti í um klst ef þær eru mjög þurrar)

3 dl döðlur

1 dl kókosolía (fljótandi)

1 msk hörfræ

2-3 msk vatn

smá salt

fylling:

500 g jarðarber

1-2 bananar

100 g kasjúhnetur

1 tsk vanilla

Setjið pekanhnetur, kókosmjöl, döðlur, kókosolíu, hörfræ og salt í matvinnsluvél og maukið. Klæðið kringlótt form með smjörpappír í botninum, þjappið. Kælið

Setjið helminginn af jarðarberjunum í matvinnsluvél, bætið saman við banönum, kasjúhnetum og vanillu. Blandið saman og setjið á botninn. Skerið jarðarberin niður og setjið yfir fyllinguna. Kælið í um klst áður en kakan er borin á borð

FLEIRI HRÁTERTUR

Jarðarberjaterta
Signý og Steinunn gæða sér á jarðarberjatertunni

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Gulrótaterta – raw

Gultótaterta. Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna....