Auglýsing
Jarðarberjaterta STeinunn JÚLÍUSDÓTTIR Signý SÆMUNDSDÓTTIR hráterta kaka raw food jarðarber terta
Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta

Steinunn og Signý komu í kaffi í dag og fengu jarðarberjatertu. Það verður aldrei ofmælt hversu hollir ávextir eru, t.d. eru jarðarber full af c-vítamíni, magnesíum og trefjum. Það er mjög auðvelt að rækta jarðarber – hafið það í huga með vorinu. Svo er algjör óþarfi að taka græna hlutann af þeim áður en þau eru borðuð, hann er líka hollur. Hér á bæ eru gjarnan til frosin jarðarber sem við setjum í bústið þegar þannig liggur á okkur….

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Jarðarberjaterta

botn:

4 dl pekanhnetur

1 dl kókosmjöl (leggið í bleyti í um klst ef þær eru mjög þurrar)

3 dl döðlur

1 dl kókosolía (fljótandi)

1 msk hörfræ

2-3 msk vatn

smá salt

fylling:

500 g jarðarber

1-2 bananar

100 g kasjúhnetur

1 tsk vanilla

Setjið pekanhnetur, kókosmjöl, döðlur, kókosolíu, hörfræ og salt í matvinnsluvél og maukið. Klæðið kringlótt form með smjörpappír í botninum, þjappið. Kælið

Setjið helminginn af jarðarberjunum í matvinnsluvél, bætið saman við banönum, kasjúhnetum og vanillu. Blandið saman og setjið á botninn. Skerið jarðarberin niður og setjið yfir fyllinguna. Kælið í um klst áður en kakan er borin á borð

FLEIRI HRÁTERTUR

Jarðarberjaterta
Signý og Steinunn gæða sér á jarðarberjatertunni

JARÐARBER HRÁTERTURSTEINUNNSIGNÝ SÆM

.

Auglýsing