Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa,, súpa, fiskur
Matarmikil fiskisúpa

Matarmikil fiskisúpa

Mikið er gott að fá sér bragðgóða, matarmikla fiskisúpu á köldu vetrarkvöldi. Stundum heyrist að súpa sé nú ekki matur… alltaf frekar einkennilegt því góð súpa er virkilega góður matur. Það er kjörið að útbúa súpuna með smá fyrirvara og setja fiskinn svo rétt áður en hún er borin fram.

Matarmikil fiskisúpa

1 laukur, saxaður

3 hvítlauksrif, söxuð

4-5 msk góð olía

3 dl vatn (eða rúmlega það)

3-4 gulrætur, sneiddar

1 rauð paprika, skorin í meðalstóra bita

1 gul paprika, skorin í meðalstóra bita

3 msk tómatpúreé

1 ds niðursoðnir tómatar

1 teningur fiskikraftur

1/2 teningur kjötkraftur

1 tsk tandoori masala

1/2 tsk karrí

svartur pipar

6 sólþurrkaðir tómatar, sneiddir

4 msk mango chutney

1 dl sæt chilisósa

5 – 600 g lax, skorinn í bita

300 g rækjur

1 dl matreiðslurjómi

4 ds kókosmjólk

steinselja

Léttsteikið lauk og hvítlauk í olíunni. Bætið við vatni, gulrótum, papriku, tómatpúreé, tómötum, vatni, krafti, tandoori masala, karríi, pipar og sólþurrkuðum tómötum, mangó chutney, chilisósu og loks matreiðslurjómanum og kókosmjólkinni.  Látið sjóða niður í u.þ.b. fimmtán mín. Slökkvið undir pottinum. Skömmu áður en súpan er borin á borð er vermt undir pottinum, laxinum bætt út í  og síðast rækjunum. Saxið steinselju og stráið yfir.

FLEIRI FISKISÚPUR

Matarmikil fiskisúpa
Matarmikil fiskisúpa
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Súpur - fyrirlestur og dansæfing. Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.

Hægelduð kínóa og kókossúpa

Hægelduð kínóa og kókossúpa. Það er kjörið að setja allt í pottinn, láta suðuna koma upp og slökkva undir.  Síðan er ágætt að pakka pottinum vel inn í handklæði, svuntur, þurrkustykki og annað sem er við höndina. Þannig helst hitinn og súpan síður á meðan þið farið t.d. út að hlaupa eða hjóla. Hitinn helst alveg í nokkra klukkutíma með þessu móti.

Fyrri færsla
Næsta færsla