Mest skoðað í janúar

Bláberjaterta

Þessar uppskriftir voru mest voru skoðaðar í janúar:

Bláberjaterta, Döðluterta, Kollu kókosbolluterta, Spínatlasagna, Saltfiskur á pönnu.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir

Kanntu þig á netinu? Nokkrir fasbókarnetsiðir.  Facebook er einn vinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi og langflestir Íslendingar eru skráðir þar. Eflaust er þetta eitt af þessum frægu heimsmetum okkar miðað við höfðatölu.

Langflestir tala um Facebook, en ætli besta íslenska orðið sé ekki fasbók. Fas er gamalt orð yfir andlit sem einnig táknar fas; prúðmennsku, asa, látalæti og framkomu. Fés og smetti eru aftur á móti niðrandi orð, sem eru einstaklega óviðeigandi um fólk.

Margir átta sig ekki á því að fasbókin ljóstrar ýmsu upp um okkur, sérstaklega fas! Sumir eru alltaf gleðigjafar, aðrir meira og minna í fýlu. Það er gaman að svala forvitni sinni á fasbókinni. Sumir eru virkir, en ýmsir fylgjast með og láta lítið yfir sér.

Netsiðir eru einskonar mannasiðir á netinu, svolítið eins og óformlegar siðareglur í daglega lífinu.

Fyrri færsla
Næsta færsla