Auglýsing
Moussaka Grikkland GRÍSKUR MATUR EGGALDIN
Moussaka

Moussaka

Einfaldasta lýsing á moussaka er: ofnréttur með eggaldini. Það kom mér gríðarlega á óvart, þegar ég fór að leita að góðri uppskrift að moussaka, hversu margar og ólíkar þær eru. Þegar ég hafði farið í gegnum mínar uppskriftarbækur fór ég á netið og skoðaði þar fleiri tugi uppskrifta. Margir tengja moussaka við Grikkland, en réttara væri að tengja réttinn við Balkanskagann og Miðjarðarhafið. Moussaka rétturinn var borinn fram með blóm- og grænkálssalati. Ákaflega handhægur og góður veisluréttur.

🍆 — GRIKKLANDEGGALDIN — 🍆

.

 Moussaka

2 eggaldin
1-2 dl góð olía
2 laukar
4 hvítlauksrif
2 kúrbítar
1 stilkur sellerí
2 gulrætur, í sneiðum
4-5 tómatar, saxaðir
8-10 kartöflur (ósoðnar, skornar í sneiðar)
1 ds tómatar
1 b vatn
1/2 b linsubaunir
1 tsk múskat
1 msk timían
1 tsk oreganó
1 msk kanill
salt og pipar
1 ds grísk jógúrt
rifinn ostur

Skerið eggaldin í 1-2 cm sneiðar og steikið í olíu á pönnu – takið til hliðar.  Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíu í sæmilega stórum potti. skerið niður sellerí og kúrbít og bætið við ásamt gulrótum, tómötum, kartöflum, vatni, linsubaunum og kryddi. Sjóðið við lágan hita í ca 10 mín. Setjið í eldfast form, raðið eggaldinsneiðunum yfir, smyrjið jógúrtinu þar yfir og stráið loks ostinum yfir. Bakið í ofni við 170° í um klst.

🍆

 — GRIKKLANDEGGALDIN — 

— MOUSSAKA —

🍆

Auglýsing