Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur fiskur í ofni FISKRÉTTUR MAKRÍLL LAX SILUNGUR ÞORSKUR
Ofnbakaður tómatfiskur

Ofnbakaður tómatfiskur

Það er auðvelt að útbúa tómatsósu – tómatsósurnar í plastflöskunum eru all-sætar og eiga ekki alltaf við. Þessa tómatsósu má nota með pasta, ofan á pitsur svo eitthvað sé nefnt. Svo er alltaf vinsælt að smyrja tómatsósu á brauðsneið, setja ost yfir og baka í ofni. Hrifnastur er ég af feitum fiski: laxi, makríl, silungi sem allir henta í þennan rétt. Af öðrum feitum fiskum má nefna túnfisk, sardínur og síld.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

.

Ofnbakaður tómatfiskur

2-3 fiskflök (roðflett og beinhreinsuð)

1 b rifinn ostur

steinselja til skrauts

Tómatsósa:

1 laukur

4 hvítlauksgeirar

2 msk góð olía

1/2 stilkur sellerí, saxað

2 vænar gulrætur, saxaðar

2 dósir niðursoðnir tómatar

salt og pipar

basilika

1 dl ólífur

Sósa: Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíunni. Bætið við tómötum, selleríi, gulrótum, kryddum og látið sjóða í nokkrar mínútur. Maukið með töfrasprota. Grófsaxið ólífurnar og látið út í tómatsósuna.

Setjið fiskflök í eldfast form, hellið tómatsósunni yfir. Stráið osti yfir og bakið í um 20 mín í 175° heitum ofni. Stráið þá saxaðri steinselju yfir.

Ofnbakaður tómatfiskur
Ofnbakaður tómatfiskur

.

FISKUR Í OFNIFISKRÉTTIRTÓMATSÓSALAXMAKRÍLL

— OFNBAKAÐUR TÓMATFISKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave

Sumarsalat

Sumarsalat

Sumarsalat. Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin.... Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.

D – vítamínið góða

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla.

Fyrri færsla
Næsta færsla