Auglýsing

Epla- og avokadóbrauð brauð avókadó eggjalaust vegan hollusta

Epla- og avokadóbrauð. Eggjalaust brauð með kaffinu. Að vísu var ég ekki með myndavélina og tók því myndirnar á símann, það hafa alveg sést betri myndgæði… 😉      En brauðið er gott

Auglýsing

2 b (heil)hveiti

1/2 b sykur

1 1/2 tsk kanill

1 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 1/2 msk möluð hörfræ+6 msk vatn

1 msk sítrónusafi

1/3 b góð olía

1/2 b avokadó

1/4 b mable síróp

1 tsk vanilla

6 msk eplamús

1 b rifið epli

Blandið saman hveiti, sykri, kanil, salti, lyftidufti og bökunarsódanum. Setjið hörfræin í matvinnsluvél, bætið við vatni, avokadó olíu, sírópi, eplasósu og vanillu – maukið vel. Blandið þessu saman við þurrefnin og bætið varlega við rifnum eplum. Látið deigið í smurt form og bakið í um 55 mín við 170°

Epla- og avokadóbrauð