Epla- og avokadóbrauð

Epla- og avokadóbrauð brauð avókadó eggjalaust vegan hollusta

Epla- og avokadóbrauð. Eggjalaust brauð með kaffinu. Að vísu var ég ekki með myndavélina og tók því myndirnar á símann, það hafa alveg sést betri myndgæði… 😉      En brauðið er gott

2 b (heil)hveiti

1/2 b sykur

1 1/2 tsk kanill

1 tsk salt

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 1/2 msk möluð hörfræ+6 msk vatn

1 msk sítrónusafi

1/3 b góð olía

1/2 b avokadó

1/4 b mable síróp

1 tsk vanilla

6 msk eplamús

1 b rifið epli

Blandið saman hveiti, sykri, kanil, salti, lyftidufti og bökunarsódanum. Setjið hörfræin í matvinnsluvél, bætið við vatni, avokadó olíu, sírópi, eplasósu og vanillu – maukið vel. Blandið þessu saman við þurrefnin og bætið varlega við rifnum eplum. Látið deigið í smurt form og bakið í um 55 mín við 170°

Epla- og avokadóbrauð

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."

Nokkrir ómissandi og gagnlegir punktar úr matreiðslubók frá 1915

Góð lesning sem birtist í matreiðslubók sem gefin var út árið 1915 sem heitir Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka og greinir m.a. frá ýmislegu um kaffidrykkju. Höfundur bókarinnar er Jóninna Sigurðardóttir.