Skinkubrauðterta

brauðterta Skinkubrauðterta, skinka, kaffimeðlæti, ósætt fermingarakaffimeðlæti brauð í veislu
Skinkubrauðterta

Skinkubrauðterta

Upphaflega varð þessi brauðterta til vegna plássleysis í ísskápnum, miðað við hversu matarmikil hún er þá tekur hún ekki svo mikið pláss. Stórar brauðtertur eins og þessi er tilvalin í fermingaveislur. Best finnst mér að setja salatið á brauðið kvöldinu áður. Síðan skreyti ég rétt áður en kakan er borin á borð. Þegar kemur að skreytingunni er spurning um að láta hugmyndaflugið ráða.

BRAUÐTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Skinkubrauðterta

1 brauðtertubrauð

2 b mæjónes

1 ds sýrður rjómi

ca 500 g skinka, söxuð frekar smátt

8 soðin egg

1-2 msk rjómi

salt og pipar

krydd að eigin vali, t.d. Season all

Á hliðarnar:

1 ds sýrður rjómi

2 dl mæjónes

smá sítrónusafi

Skrautið: gúrkur, tómatar, egg, soðnar gulrætur, rauð og gul paprika, soðin egg, súrar gúrkur, vínber, steinselja, skinka, íslenski fáninn…

Salat: Blandið saman mæjónesi, sýrðum rjóma, skinku, söxuðum eggjum, rjóma, hunangi og kryddi.

Skerið skorpuna utan af samlokubrauðinu, leggjið sneið á stóran bakka, smyrjið salati á, svo næstu sneið, salati og svona koll af kolli. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp yfir nótt. Bakkinn sem ég notaði er það langur að það passar að hafa eina og hálfa samlokubrauðslengju.

Á hliðarnar: Blandið saman sýrðum rjóma, mæjónesi og sítrónusafa. Smyrjið þessu á hliðarnar og ofan á brauðtertuna.

Skraut: Skerið gúrkur í þunnar sneiðar og raðið þeim á hliðarnar. Látið svo hugmyndaflugið ráða með skraut ofan á.

BRAUÐTERTURKAFFIMEÐLÆTI

Júlli júll Júlíus Júlíusson Dalvík
Myndarlegi maðurinn í köflóttu skyrtunni er Júlíus, Dalvíkingurinn mikli. Júlli hugsar alltaf stórt og því er best að útbúa stórar tertu(r) áður en hann kemur í kaffi.

Hinar terturnar á borðinu eru Kollu-kókosbolluterta og Pavlóva

.

— SKINKUBRAUÐTERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vinberjaterta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka :) Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega góð bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.

Salthnetukaka


Salthnetukaka

Salthnetukaka. Heiðurspiltarnir og söngpípurnar Þorvaldur og Ásgeir Páll komu í kaffi og tóku hressilega til matar síns. Það er ótrúlega gaman að gefa þeim að borða

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi

White Guide Nordic: Bestu veitingastaðir á Íslandi. Matgæðingar frá White Guide Nordic velja árlega bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Hér er listinn sem gildir fyrir árið 2017, eins og áður er Dill í efsta sætinu.