Auglýsing
brauðterta Skinkubrauðterta, skinka, kaffimeðlæti, ósætt fermingarakaffimeðlæti brauð í veislu
Skinkubrauðterta

Skinkubrauðterta

Upphaflega varð þessi brauðterta til vegna plássleysis í ísskápnum, miðað við hversu matarmikil hún er þá tekur hún ekki svo mikið pláss. Stórar brauðtertur eins og þessi er tilvalin í fermingaveislur. Best finnst mér að setja salatið á brauðið kvöldinu áður. Síðan skreyti ég rétt áður en kakan er borin á borð. Þegar kemur að skreytingunni er spurning um að láta hugmyndaflugið ráða.

BRAUÐTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Skinkubrauðterta

1 brauðtertubrauð

2 b mæjónes

1 ds sýrður rjómi

ca 500 g skinka, söxuð frekar smátt

8 soðin egg

1-2 msk rjómi

salt og pipar

krydd að eigin vali, t.d. Season all

Á hliðarnar:

1 ds sýrður rjómi

2 dl mæjónes

smá sítrónusafi

Skrautið: gúrkur, tómatar, egg, soðnar gulrætur, rauð og gul paprika, soðin egg, súrar gúrkur, vínber, steinselja, skinka, íslenski fáninn…

Salat: Blandið saman mæjónesi, sýrðum rjóma, skinku, söxuðum eggjum, rjóma, hunangi og kryddi.

Skerið skorpuna utan af samlokubrauðinu, leggjið sneið á stóran bakka, smyrjið salati á, svo næstu sneið, salati og svona koll af kolli. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp yfir nótt. Bakkinn sem ég notaði er það langur að það passar að hafa eina og hálfa samlokubrauðslengju.

Á hliðarnar: Blandið saman sýrðum rjóma, mæjónesi og sítrónusafa. Smyrjið þessu á hliðarnar og ofan á brauðtertuna.

Skraut: Skerið gúrkur í þunnar sneiðar og raðið þeim á hliðarnar. Látið svo hugmyndaflugið ráða með skraut ofan á.

BRAUÐTERTURKAFFIMEÐLÆTI

Júlli júll Júlíus Júlíusson Dalvík
Myndarlegi maðurinn í köflóttu skyrtunni er Júlíus, Dalvíkingurinn mikli. Júlli hugsar alltaf stórt og því er best að útbúa stórar tertu(r) áður en hann kemur í kaffi.

Hinar terturnar á borðinu eru Kollu-kókosbolluterta og Pavlóva

.

— SKINKUBRAUÐTERTA —

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Kaffiboðið á föstudag var algjört æði, takk fyrir mig og alla sem með mér voru.

Comments are closed.