Döðlubrauð Rannveigar

Döðlubrauð Rannveigar Föstudagskaffi döðlur brauð döðlukaka rannveig hróflsdóttir
Döðlubrauð Rannveigar

Döðlubrauð Rannveigar

Rannveig kom með dásamlegt döðlubrauð í síðasta föstudagskaffi.

—  DÖÐLUBRAUÐFÖSTUDAGSKAFFI

.

Döðlubrauð Rannveigar

100g döðlur
100g sykur
50g smjör
1 3/4 dl vatn (sjóðandi)
1 egg
1 tsk matarsódi
250g hveiti
1/2 tsk salt
100g saxaðar hnetur

Döðlum, sykri, smjöri og vatni blandað saman og kælt. Þegar blandan er orðin köld er eggi, matarsóda, hveiti, salti og hnetum blandað vel saman við. Bakað við 170°C (blástur) í 45-50 mín.

Þetta er frekar lítil uppskrift – eitt svona meðalstórt brauð.

Verði þér að góðu, kv. Rannveig
e.s. þetta er örugglega hundrað ára gömul uppskrift… 🙂

.

Döðlubrauð Rannveigar

— DÖÐLUBRAUÐ RANNVEIGAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ísmenning á Íslandi

Á hjólaferðalagi okkar um þýskar grundir fórum við stundum á ískaffihús, þar sem matseðillinn samanstóð af fagurlega skreyttum ísréttum, t.d. í lengjum sem líktust spaghetti. Skreytingarnar voru af öllu mögulegu tagi, þeyttur rjómi, ávextir, alls kyns súkkulaði- eða karamellusósur og stökkt „drasl“ með.

Salat að hætti Júlla Júll

Júlli júll

Salat að hætti Júlla Júll. Dalvíkurkonungurinn Júlíus Júlíusson er snilldarkokkur. Júlli lætur verkin tala - það malast undan honum verkefnin og helst ætti að vera til Júlli í öllum bæjum á Íslandi....

Fyrri færsla
Næsta færsla