Auglýsing
Eplakaka eplaterta epli, terta kaka
Mjúk eplakaka

Mjúk eplakaka. Gúddý bauð í síðdegiskaffi. Hún er um það bil að verða landsfræg fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti.

Epla- og sítrónuterta
Mjúk eplakaka

Mjúk eplakaka

4 jonagold epli

1 msk kanill

4 msk sykur

safi úr einni lime

 

2 dl matarolía

320 g sykur

4 stór egg

saafi úr einni appelsínu

3 tsk vanilludropar

350 g hveiti

2 1/2 tsk lyftiduft

1 stk salt

Ofan á:

150 g heslihnetuflögur

2 tsk appeslínubörkur

4-5 litlar smjörklípur

2 tsk brúnkökukrydd

2 tsk kanilsykur

 

Hitið ofnin í 175°C Afhýðið eplin, skerið í teninga og setjið í skál með kanil, sykri og limesafa. Hrærið matarolíu og sykur saman, bætið einu eggi í senn í skálina. Setjið safa úr appelsínu, vanilludropana, ásamt hveiti, lyftidufti og salti, hrærið saman. Hellið c.a. helmingnum af deiginu í bökunarklætt form, setjið helminginn af eplunum úti og svo hinn hlutann af deiginu yfir. Loks er hinn helmingurinn af eplunum settur yfir, og ofan á það fara heslihnetuflögur, appelsínubörkur, kanillsykur, brúnkökukrydd og smá smjörklípur yfir. Bakið í 1.klst og 20. mínútur, berið fram með rjóma eða ís

Auglýsing