Mjúk eplakaka

Eplakaka eplaterta epli, terta kaka
Mjúk eplakaka

Mjúk eplakaka

Gúddý bauð í síðdegiskaffi. Hún er um það bil að verða landsfræg fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti.

Epla- og sítrónuterta
Mjúk eplakaka

Mjúk eplakaka

4 jonagold epli

1 msk kanill

4 msk sykur

safi úr einni lime

 

2 dl matarolía

320 g sykur

4 stór egg

saafi úr einni appelsínu

3 tsk vanilludropar

350 g hveiti

2 1/2 tsk lyftiduft

1 stk salt

Ofan á:

150 g heslihnetuflögur

2 tsk appeslínubörkur

4-5 litlar smjörklípur

2 tsk brúnkökukrydd

2 tsk kanilsykur

 

Hitið ofnin í 175°C Afhýðið eplin, skerið í teninga og setjið í skál með kanil, sykri og limesafa. Hrærið matarolíu og sykur saman, bætið einu eggi í senn í skálina. Setjið safa úr appelsínu, vanilludropana, ásamt hveiti, lyftidufti og salti, hrærið saman. Hellið c.a. helmingnum af deiginu í bökunarklætt form, setjið helminginn af eplunum úti og svo hinn hlutann af deiginu yfir. Loks er hinn helmingurinn af eplunum settur yfir, og ofan á það fara heslihnetuflögur, appelsínubörkur, kanillsykur, brúnkökukrydd og smá smjörklípur yfir. Bakið í 1.klst og 20. mínútur, berið fram með rjóma eða ís

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Matarborgin Róm á Ítalíu toppar allt og ríflega það

Matarborgin Róm. Vel má mæla með Róm fyrir mataráhugafólk og auk þess drýpur menningin þar af hverju strái og aldagamlar byggingar sjást víða. Segja má að veitingastaðir og kaffihús séu á hverju götuhorni í Rómarborg og rúmlega það. Við Bergþór dvöldum í Róm um áramótin og fórum um borgina að mestu fótgangandi, að meðaltali gengum við um tíu kílómetra á dag. Auðvelt er að fara gangandi á milli helstu ferðamannastaða.

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur

Niðursoðnar rauðrófur með kanil. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi" - hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál