Döðluterta Ólafs
Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað á meðan prúðbúnir gestir geru sitt besta í söngnum. Það er til fyrirmyndar þegar fólk býður upp á fáar tegundir með kaffinu en MJÖG GÓÐAR, þetta gerði Ólafur í dag. Hann var með hráfæðistertu úr nýju eftirréttabók Sollu og svo þessa næstumóbærilegagóðutertu. Döðlutertan á myndinni er úr tvöfaldri uppskrift (og ætti eiginlega að heita Döðluterta Sollu).
— DÖÐLUTERTUR — HRÁTERTUR — SOLLA EIRÍKS —
.
Döðluterta Ólafs
3 msk púðursykur
2 msk góð olía
1 tsk Molasses (eða síróp)
1/4 b sojamjólk + 1/2 tsk eplaedik
1/2 b döðlumauk (sjá nánar í lýsingunni að neðan)
1/2 b heilhveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
Krem:
150 g gott dökkt súkkulaði
2-3 msk góð matarolía
Kakan: Blandið öllum þurrefnunum saman. Sjóðið 10-12 döðlur í ca 3 msk af vatni í nokkrar mín. Látið kólna og maukið því næst. Setjið saman í skál sykur, olíu, síróp, döðlumauk og mjólk. Blandið saman þurru og blautu þurrefnunum og hrærið vel. Smyrjið tertuform, setjið deigið í og bakið við 180°í um 20-25 mín.
Kremið: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði með olíunni, látið kólna lítið eitt og hellið því næst yfir kökuna. Skreytið með ávöxtum.
.
— DÖÐLUTERTUR — HRÁTERTUR — SOLLA EIRÍKS —
.