Marokkóskt kínóasalat

Kínóasalat

Marokkóskt kínóasalat. Þið örfáu sem enn hafið ekki prófað kínóa ættuð að gera það strax í dag (eða á morgun), þið munuð ekki sjá eftir því. Eins og áður hefur komið fram er það glúteinlaust og fer vel í maga. Það má einnig nota kúskús í salatið, já eða kínóa og kúskús til helminga.

Marokkóskt kínóasalat

1 b kínóa

1 1/2 b vatn

1 tsk grænmetiskraftur

1 shallottulaukur, saxaður

1/2 tsk karrý

1/2 tsk turmerik

1 tsk kanill

salt og pipar

1 rauð eða appelsínugul paprika

1 extra stór gulrót eða tvær miðlungsstórar

2 b saxað grænkál

1/4 b möndlur, gróft saxaðar

1/4 b rúsínur

Setjið vatn og grænmetiskraft í pott, bætið saman við kínóanu og sjóðið. Á meðan þetta sýður: Skerið niður grænmetið og setjið í skál ásamt kryddi, hnetum og rúsínum. Bætið soðna kínóanu saman við og hrærið vel saman. Berið fram heitt, volgt eða kalt.

kínóasalat

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.

Matarborgin París – ýmsar gagnlegar upplýsingar

Matarborgin París. Fátt jafnast á við að teyga vorið í París, ganga milli matarmarkaða, veitingastaða og kaffihúsa og njóta þess besta sem matarborgin mikla býður uppá. Almenningsgarðar draga líka að sér sumarlega klætt fólk sem situr í aflappað í grasinu með nesti. París er engu lík, oft nefnd borg elskenda.

Fyrri færsla
Næsta færsla