Auglýsing
Villuterta ávaxtaterta terta kaffimeðlæti Vilborg Eiríksdóttir Brimnes hulda steinsdóttir
Villuterta

VILLUTERTA

Nöfnum nokkurra mikilmenna hefur verið haldið á lofti, löngu eftir dauða þeirra, með því að nefna uppskriftir eftir þeim. Má þar nefna Sörur, svínakjötsréttur Maós formanns, Pavlovur, Melba ferskjur og Margherita pitsuna. Ef til vill höfum við einhver dæmi um þetta á Íslandi en það dæmi sem ég þekki best er að mamma nefndi ægigóða tertu eftir Vilborgu systur minni: Villuterta. Mjög góð terta sem öllum líkar vel. Til að forðast misskilning þá er Vilborg sprelllifandi.

🍏

VILBORG EIRÍKSDPAVLOVURTERTURSÖRURFERSKJUR

🍏

Villuterta verður til

Villuterta

100 g sykur (2 dl)
2 egg
100 g kókosmjöl (3 dl)
120 g heilhveiti
1 tsk lyftitduft
1/2 tsk salt

Fylling:

3 græn epli, söxuð gróft
2 bananar, skornir í sneiðar
100 g súkkulaði, saxað gróft
200 g brytjaðar döðlur
60 g púðursykur
2 msk kókosmjöl
smá salt

Þeytið saman egg og sykur, bætið þurrefnunum saman við. Setjið deigið í form með lausum botni. Blandið öllum hráefnunum í fyllunguna saman og setjið yfir deigið, bakið í um 35 mín við 170°

 

Villuterta

🍏

VILBORG EIRÍKSDPAVLOVURTERTURSÖRUR

— VILLUTERTA —

🍏

Auglýsing

4 athugasemdir

  1. Lúkkar hrikalega girnilega og góð, ætla að prófa hana í saumó á morgun. Mig langar reyndar að vita hvort sé betra að bera hana fram beint úr ofninum eða láta hana kólna – veit að saumaklúbbssveskjurnar mínar bíða spennar … og ég líka 😉

  2. Það er betra að láta hana standa í um klst áður en hún er borin fram. Ef hún er borin fram heit molnar hún um of. Góða skemmtun í saumaklúbbnum 🙂

  3. Takk fyrir svörin Albert … Bakaði þessa fyrir saumaklúbbssveskjurnar mínar í gær og hún var geggjuð. Ég bakaði hana reyndar í 50 mínútur. Ég smakkaði svo á afgangi í dag og fannst hún ekki síðri. Á örugglega eftir að gera hana aftur – takk fyrir mig 😉

Comments are closed.