Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson hráterta raw cake
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

Maður er nefndur Eiríkur Rafn, hann bauð til kaffifundar á dögunum og bar á borð alveg frábæra hrádöðlutertu. Vá! hvað er gaman að fá góðgæti eins og þessa tertu og finna að um allan líkamann streymir velíðan…

HRÁTERTUR — TERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

500 g steinlausar döðlur

3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut

2 dl haframjöl

½ dl kakó

2 tsk kanill

2 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilluextrakt

2 msk kókosolía

2-3 bananar, fer svolítið eftir stærð

smá salt

Leggið döðlurnar í bleyti í amk. 10 mín. Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Bætið við þurrefnum, olíu og vanilluduft bætt úti. Stappið banana og setjið þá síðasta útí. Setjið í sílíkonform, þjappið vel niður og stráið yfir kókosflögum og kælið eða frystið ef ykkur liggur mikið á.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave