Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson hráterta raw cake
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

Maður er nefndur Eiríkur Rafn, hann bauð til kaffifundar á dögunum og bar á borð alveg frábæra hrádöðlutertu. Vá! hvað er gaman að fá góðgæti eins og þessa tertu og finna að um allan líkamann streymir velíðan…

HRÁTERTUR — TERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Eiríksdöðluterta döðlukaka Eiríkur RAFN döðlur kanill hráterta raw bananar eiríkur rafn rafnsson
Eiríksdöðluterta

Eiríksdöðluterta

500 g steinlausar döðlur

3-4 dl kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut

2 dl haframjöl

½ dl kakó

2 tsk kanill

2 tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilluextrakt

2 msk kókosolía

2-3 bananar, fer svolítið eftir stærð

smá salt

Leggið döðlurnar í bleyti í amk. 10 mín. Hellið vatninu af og setjið döðlurnar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Bætið við þurrefnum, olíu og vanilluduft bætt úti. Stappið banana og setjið þá síðasta útí. Setjið í sílíkonform, þjappið vel niður og stráið yfir kókosflögum og kælið eða frystið ef ykkur liggur mikið á.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.