Dillsósa með mangó chutney

Dillsósa með mangó chutney grill grillmatur

Dillsósa. Sósa eins og þessi er kjörin með góðu grænu salati, já og grillmatnum og mörgu fleiru. Þar sem ég átti ekki ferskt dill þá notaði ég um eina og hálfa matseið af þurrkuðu dilli

Dillsósa

2 dl sýrður rjómi

2 msk mæjónes

safi úr 1/2 sítrónu

1 msk dill

1 dl saxaðar asíur

1 msk mangó chutney

karrý, salt, pipar.

Blandð öllu saman og látið standa í ísskáp í um klst.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka - Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku. Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Matarjólaglaðningur. Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „allt eiga"? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla. Hér má sjá nokkur dæmi

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars