Marengsskál – hættulega gott

Marengsskál guðrún hulda gúddý fermingarveisla – hættulega gott marengs jarðarber vínber
Marengsskál – hættulega gott

Marengsskál

Um helgina vorum við í fermingarveislu, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er góð hugmynd af fá nokkra útvalda og úrvalsgóða fjölskyldumeðlimi eða vini til að létta undir með því að koma með tertur eða annað – eins og var í þessari veislu. Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er gaman að smakka og ég sá ekki betur en öllum líkaði vel – alla vega fór ég tvær eða þrjár ferðir og fékk mér

Marengsskál

Púðursykurmarengs

vel af ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn)

Snickers

Rís buff (er í svona kössum eins og æði og hraun)

Þristur

súkkulaðirúsínur

Nóa kropp

rjómi – þeyttur

karmellusósa.

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja(bláber,brómber hindber,mars súkkulaði og fl.

FLEIRI MARENGSUPPSKRIFTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Servíettur – hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt

Servíettur - hvernig skal nota þær og hvað er óæskilegt Servíettur eru einnig nefndar munnþurrkur og pentudúkur heyrðist í gamla daga. Þegar við erum sest til borðs, og áður en þjónarnir koma með diskana, tökum við servíettuna úr brotunum og leggjum hana tvöfalda í kjöltuna (ef servíettan er lítil leggjum við hana óbrotna í kjöltuna). Það er óþarfi að hrista hana úr brotunum með látum.

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Pourquoi-Pas? - Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar. Í september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni. Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Poruquoi-Pas? fórst.