Marengsskál – hættulega gott

Marengsskál guðrún hulda gúddý fermingarveisla – hættulega gott marengs jarðarber vínber
Marengsskál – hættulega gott

Marengsskál

Um helgina vorum við í fermingarveislu, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er góð hugmynd af fá nokkra útvalda og úrvalsgóða fjölskyldumeðlimi eða vini til að létta undir með því að koma með tertur eða annað – eins og var í þessari veislu. Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er gaman að smakka og ég sá ekki betur en öllum líkaði vel – alla vega fór ég tvær eða þrjár ferðir og fékk mér

Marengsskál

Púðursykurmarengs

vel af ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn)

Snickers

Rís buff (er í svona kössum eins og æði og hraun)

Þristur

súkkulaðirúsínur

Nóa kropp

rjómi – þeyttur

karmellusósa.

Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja(bláber,brómber hindber,mars súkkulaði og fl.

FLEIRI MARENGSUPPSKRIFTIR

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Klæðnaður í boðum

Dress code - IMG_1713Dress code - IMG_1711

Klæðnaður í boðum. Stundum er fólk beðið að vera klætt á ákveðinn hátt í veislum, oft nefnt dress code. Ef ekkert er tekið fram er þetta oftast frekar frjálst enda teljum við okkur frjálsleg. Komi hins vegar boð frá forsetanum, sendiherrum eða öðrum slíkum þá förum í við sparifötin og setjum á okkur hálstau piltar. Ef ykkur konur er t.d. boðið í veislu með Margréti Danadrottningu (við búum við hliðina á danska sendiráðinu og sjáum drottninguna stundum út um gluggann) þá erum við að tala um síð pils, draktir eða kjóla - og það sem svo oft gleymist; farið í hárgreiðslu eða takið hárið upp. Karlmenn þurfa að sjálfsögðu líka að kemba hár sitt vel.

Ber í rommi

berirommi Ber í rommi

Ber í rommi. Í upphaflegu uppskriftinni voru aðeins ber en ég ákvað að bæta við fleiri ávöxtum. Þannig að nafnið ætti eiginlega að vera: Ávextir í rommi. En hitt hljómar mun betur, sérstaklega ef við höfum í huga hina frægu bók Helgu Sigurðar Grænmeti og ber allt árið sem gárungar þessa lands kölluðu aldrei annað en Ber allt árið

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave

Bestu hráfæðisterturnar

Bestu hráfæðisterturnar

Bestu hráfæðiskökurnar. Í vikunni hitti ég konu í búð og við fórum að tala um hráfæðitertur, hún vildi vita hvaða tertur væru í mestu uppáhaldi hjá mér. Því er nú fljótsvarað...