Marengsskál
Um helgina vorum við í fermingarveislu, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er góð hugmynd af fá nokkra útvalda og úrvalsgóða fjölskyldumeðlimi eða vini til að létta undir með því að koma með tertur eða annað – eins og var í þessari veislu. Þó þessi marengsskál Guðrúnar Huldu fari seint á lista yfir ofurhollustukaffimeðlæti þá er gaman að smakka og ég sá ekki betur en öllum líkaði vel – alla vega fór ég tvær eða þrjár ferðir og fékk mér
Marengsskál
Púðursykurmarengs
vel af ávöxtum (jarðarber, vínber blá og vínber græn)
Snickers
Rís buff (er í svona kössum eins og æði og hraun)
Þristur
súkkulaðirúsínur
Nóa kropp
rjómi – þeyttur
karmellusósa.
Brytjið marengsinn í skál og bætið þeytta rjómanum yfir. Setjið síðan berin og sælgætið yfir og svona er þetta byggt upp í lōgum,eftir því hvað skálin er stór. Svo má auðvitað nota hugmyndaflugið og setja(bláber,brómber hindber,mars súkkulaði og fl.