Rauðrófuhummús

Rauðrófuhummús Rauðrófur cummín cummin hnetur

Rauðrófuhummús. Hráar rauðrófur eru enn hollari en soðnar rauðrófur. Stundum tökum við okkur til og kreystum safa úr ferskum rauðrófum og drekkum. Hratið má vel nota í grænmetisbuff og fleiri rétti.

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur

1 msk cumín

2-3 hvítlauksrif

1 dl valhnetur

1 væn msk tahini

ca 1 dl góð olía

safi úr einni sítrónu

1-2 tsk gott hunang

1 msk eplaedik

1/2 -1 tsk salt

cayenne pipar

svartur pipar

Flysjið rauðrófurnar og skerið þær í bita. Látið í matvinnsluvél ásamt cumíni, hvítlauk, valhnetur, tahini, olíu, hunangi, sítrónusafa, ediki og kryddi. Maukið dágóða stund.

Rauðrófuhummús

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)

Mjólkuróþol eða ADHD ?

MJÓLKURÓÞOL EÐA ADHD? Áhugaverð saga móður um breytingarnar sem urðu á dóttur hennar þegar hún hætti að fá mjólk og mjólkurvörur. Matur er undirstaða alls, hollur góður matur sem hentar hverjum og einum. Gleymum því ekki að við erum ólík.

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.