Auglýsing

Rauðrófuhummús Rauðrófur cummín cummin hnetur

Rauðrófuhummús. Hráar rauðrófur eru enn hollari en soðnar rauðrófur. Stundum tökum við okkur til og kreystum safa úr ferskum rauðrófum og drekkum. Hratið má vel nota í grænmetisbuff og fleiri rétti.

Auglýsing

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur

1 msk cumín

2-3 hvítlauksrif

1 dl valhnetur

1 væn msk tahini

ca 1 dl góð olía

safi úr einni sítrónu

1-2 tsk gott hunang

1 msk eplaedik

1/2 -1 tsk salt

cayenne pipar

svartur pipar

Flysjið rauðrófurnar og skerið þær í bita. Látið í matvinnsluvél ásamt cumíni, hvítlauk, valhnetur, tahini, olíu, hunangi, sítrónusafa, ediki og kryddi. Maukið dágóða stund.

Rauðrófuhummús