Rauðrófuhummús

Rauðrófuhummús Rauðrófur cummín cummin hnetur

Rauðrófuhummús. Hráar rauðrófur eru enn hollari en soðnar rauðrófur. Stundum tökum við okkur til og kreystum safa úr ferskum rauðrófum og drekkum. Hratið má vel nota í grænmetisbuff og fleiri rétti.

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur

1 msk cumín

2-3 hvítlauksrif

1 dl valhnetur

1 væn msk tahini

ca 1 dl góð olía

safi úr einni sítrónu

1-2 tsk gott hunang

1 msk eplaedik

1/2 -1 tsk salt

cayenne pipar

svartur pipar

Flysjið rauðrófurnar og skerið þær í bita. Látið í matvinnsluvél ásamt cumíni, hvítlauk, valhnetur, tahini, olíu, hunangi, sítrónusafa, ediki og kryddi. Maukið dágóða stund.

Rauðrófuhummús

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Emjað í Eyjafirðinum. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér