Rauðrófuhummús

Rauðrófuhummús Rauðrófur cummín cummin hnetur

Rauðrófuhummús. Hráar rauðrófur eru enn hollari en soðnar rauðrófur. Stundum tökum við okkur til og kreystum safa úr ferskum rauðrófum og drekkum. Hratið má vel nota í grænmetisbuff og fleiri rétti.

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur

1 msk cumín

2-3 hvítlauksrif

1 dl valhnetur

1 væn msk tahini

ca 1 dl góð olía

safi úr einni sítrónu

1-2 tsk gott hunang

1 msk eplaedik

1/2 -1 tsk salt

cayenne pipar

svartur pipar

Flysjið rauðrófurnar og skerið þær í bita. Látið í matvinnsluvél ásamt cumíni, hvítlauk, valhnetur, tahini, olíu, hunangi, sítrónusafa, ediki og kryddi. Maukið dágóða stund.

Rauðrófuhummús

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.