Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Steiktur lax með pestói og ostaraspi sítróna pestó
Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

1 laxaflak

pestó (sjá neðar)

1/2 b rasp

1/2 b rifinn ostur

salt og pipar

Roðrífið laxinn og skerið í 5-6 sneiðar. Raðið í eldfast form eða ofnskúffu. Smyrjið einni væni skeið af pestói yfir hverja sneið. Blandið saman raspi, osti, salti og pipar. Stráið ca einni msk af raspblöndunni yfir pestóið.  Eldið í 180° heitum ofni í 15-20 mín.

Pestó:

basil

hvítlaukur

parmasaenostur

spínat

furuhnetur

góð olía

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum í öruggum höndum Marentzu Poulsen

Kaffihús Marentzu Poulsen á Kjarvalsstöðum. Við fórum í dag og heimsóttum Marentzu Paulsen sem er heldur betur búin að blása lífi í Kjarvalsstaði. Þarna var setið við hvert einasta borð allan tímann sem við dvöldum á staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar og allar til góðs. Nokkrar breytingar til viðbótar eru á teikniborðinu að sögn Marentzu sem ætlar í vetur að bjóða upp á síðdegiste að enskum sið, Afternoon Tea, fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Já látið ykkur hlakka til.

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð. Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum

Fyrri færsla
Næsta færsla