Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Steiktur lax með pestói og ostaraspi sítróna pestó
Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

1 laxaflak

pestó (sjá neðar)

1/2 b rasp

1/2 b rifinn ostur

salt og pipar

Roðrífið laxinn og skerið í 5-6 sneiðar. Raðið í eldfast form eða ofnskúffu. Smyrjið einni væni skeið af pestói yfir hverja sneið. Blandið saman raspi, osti, salti og pipar. Stráið ca einni msk af raspblöndunni yfir pestóið.  Eldið í 180° heitum ofni í 15-20 mín.

Pestó:

basil

hvítlaukur

parmasaenostur

spínat

furuhnetur

góð olía

salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.  

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur

Fyrri færsla
Næsta færsla