Special Vigdísar kjúklingur

Specal Vigdísar kjúklingur, Vigdís Vignisdóttir, Special K, kjúlli Vigdís Elín PRIMA KRYDD
Special Vigdísar kjúklingur

Special Vigdísar kjúklingur

Á dögunum var ég niðursokkinn við að leita að góðri kjúklingauppskrift – þá hringdi Vigdís. Hún sagði mér frá vinsælum rétti á sínu heimili. Kjúklingur hjúpaður muldu Special K kornflexi. Vigdís var tekin á orðinu og rétturinn bragðaðist einstaklega vel. Athugið að það þarf að minnsta kosti heila matskeið af kryddinu – Special K er nokkuð sætt eins og sumt morgunkorn (sem samt er auglýst sem heilsufæði).

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

.

Special Vigdísar kjúklingur

4 kjúklingalæri
1 egg
3 msk mjólk
1 msk kjúklingakrydd frá Prima
2 dl mulið Special K kornflex
½ dl brauðrasp
1-2 dl góð olía

Brjótið eggið í skál og bætið mjólkinni og kryddinu saman við og hrærið vel saman.  Blandið saman í aðra skál mulda kornflexinu og raspinu. Veltið lærunum upp úr eggjablöndunni og síðan upp úr raspinu. Þrýstið kornflex/raspi vel á lærin. Leggið þau í eldfast form. Hellið olíunni varlega yfir (passið að raspið fari ekki af kjötinu). Setjið álpappír yfir og bakið í 160° heitum ofni í um 1 1/2 klst.

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

— SPECIAL VIGDÍSAR KJÚKLINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.