Special Vigdísar kjúklingur

Specal Vigdísar kjúklingur, Vigdís Vignisdóttir, Special K, kjúlli Vigdís Elín PRIMA KRYDD
Special Vigdísar kjúklingur

Special Vigdísar kjúklingur

Á dögunum var ég niðursokkinn við að leita að góðri kjúklingauppskrift – þá hringdi Vigdís. Hún sagði mér frá vinsælum rétti á sínu heimili. Kjúklingur hjúpaður muldu Special K kornflexi. Vigdís var tekin á orðinu og rétturinn bragðaðist einstaklega vel. Athugið að það þarf að minnsta kosti heila matskeið af kryddinu – Special K er nokkuð sætt eins og sumt morgunkorn (sem samt er auglýst sem heilsufæði).

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

.

Special Vigdísar kjúklingur

4 kjúklingalæri
1 egg
3 msk mjólk
1 msk kjúklingakrydd frá Prima
2 dl mulið Special K kornflex
½ dl brauðrasp
1-2 dl góð olía

Brjótið eggið í skál og bætið mjólkinni og kryddinu saman við og hrærið vel saman.  Blandið saman í aðra skál mulda kornflexinu og raspinu. Veltið lærunum upp úr eggjablöndunni og síðan upp úr raspinu. Þrýstið kornflex/raspi vel á lærin. Leggið þau í eldfast form. Hellið olíunni varlega yfir (passið að raspið fari ekki af kjötinu). Setjið álpappír yfir og bakið í 160° heitum ofni í um 1 1/2 klst.

— KJÚKLINGURKORNFLEXVIGDÍS VIGNIS

— SPECIAL VIGDÍSAR KJÚKLINGUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Jólaplattinn á Jómfrúnni – einn sá allra besti

Jólaplattinn á Jómfrúnni. Sætabrauðsdrengirnir hittust í hádeginu á Jómfrúnni og fengu sér jólaplattann. Það þarf nú ekkert að orðlengja það að þessi platti er á topp þremur yfir bestu aðventu(jóla)rétti veitingahúsanna í Reykjavík þessa jólaföstu.

Möndlumjólk

Möndlur

Möndlumjólk er bráðholl. Möndlur eru prótinríkar, fullar af góðum fitusýrum og með allskonar andoxunarefnum. Döðlurnar eru í uppskriftinni til að fá sætukeim, sumir nota líka vanillu til að fá auka bragð.

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.