
Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón.
Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau – að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.
Setjið hrísgrjónin í pott. Bætið við köldu vatni þannig að fljóti yfir, 1 cm yfir grjónin. Látið sjóða þar til mest allt vatnið er gufað upp – ekki hafa lok á pottinum. Þá er slökkt undir, lokið sett á og grjónin látin standa í 10 mín. TILBÚIÐ.
.
— HRÍSGRJÓN — HÚSRÁÐ — PASTA — GRÆNMETI — KARRÝ —
.