Auglýsing
Hrísgrjón, að sjóða, grjón Að sjóða hrísgrjón hvernig á að SJÓÐA hrísgrjón grjón húsráð
Hið fullkomna húsráð svo grjónin klessist ekki

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón.

Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau – að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Setjið hrísgrjónin í pott. Bætið við köldu vatni þannig að fljóti yfir, 1 cm yfir grjónin. Látið sjóða þar til mest allt vatnið er gufað upp – ekki hafa lok á pottinum. Þá er slökkt undir, lokið sett á og grjónin látin standa í 10 mín. TILBÚIÐ.

.

HRÍSGRJÓNHÚSRÁÐPASTAGRÆNMETIKARRÝ

— AÐ SJÓÐA HRÍSGRJÓN —

.

Auglýsing

5 athugasemdir

  1. sæll nafni.
    þegar ég sýð hrísgrjón þá set ég einn skamt af grjónum á móti 2 og 1/2 af vatni og góða klípu af smjöri. Sýð þar til lítið er eftir af vatni helli þeim yfir í skál og set álpappír yfir nokkrar mín meðan annað er klárað.

  2. Takk fyrir þetta! Eftir að hafa lesið mig til og fylgst með umræðunni, þá er ég farin að skipta um vatn á grjónunum áður en ég sýði þau og amk 1×2 á meðan þau eru að sjóða.

  3. Ekki er mín aðferð svona flókin – ég set 1 af grjónum á móti 2 af vatni (skola þau vel svo þau verði fallega hvít eftir suðu) bíð eftir að suðan komi upp og slekk þá undir og salta, set lokið á og læt standa í 15-20 mín – þá er ég venjulega að sýsla við hinn matinn. Grjónin eru aldrei klesst eftir að ég byrjaði að gera þetta svona en gott að hræra í þeim með gaffli áður en borin fram. Nota yfirleitt ekki smjör í grjónin.

Comments are closed.