
Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón.
Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau – að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.
Setjið hrísgrjónin í pott. Bætið við köldu vatni þannig að fljóti yfir, 1 cm yfir grjónin. Látið sjóða þar til mest allt vatnið er gufað upp – ekki hafa lok á pottinum. Þá er slökkt undir, lokið sett á og grjónin látin standa í 10 mín. TILBÚIÐ.
.
— HRÍSGRJÓN — HÚSRÁÐ — PASTA — GRÆNMETI — KARRÝ —
.
Auglýsing
sæll nafni.
þegar ég sýð hrísgrjón þá set ég einn skamt af grjónum á móti 2 og 1/2 af vatni og góða klípu af smjöri. Sýð þar til lítið er eftir af vatni helli þeim yfir í skál og set álpappír yfir nokkrar mín meðan annað er klárað.
Sæll, nafni! Fróðlegt að heyra þetta – ég mun prófa þína aðferð næst
Takk fyrir þetta! Eftir að hafa lesið mig til og fylgst með umræðunni, þá er ég farin að skipta um vatn á grjónunum áður en ég sýði þau og amk 1×2 á meðan þau eru að sjóða.
Ekki er mín aðferð svona flókin – ég set 1 af grjónum á móti 2 af vatni (skola þau vel svo þau verði fallega hvít eftir suðu) bíð eftir að suðan komi upp og slekk þá undir og salta, set lokið á og læt standa í 15-20 mín – þá er ég venjulega að sýsla við hinn matinn. Grjónin eru aldrei klesst eftir að ég byrjaði að gera þetta svona en gott að hræra í þeim með gaffli áður en borin fram. Nota yfirleitt ekki smjör í grjónin.
Lærði þessa aðferð fyrir ca 30 árum og hún hefur ekki klikkað.
Comments are closed.