Auglýsing
Konfektrúlla döðlur kókosmjöl kasjúhnetur jólakonfekt hráfæði nammi hollusta raw food
Konfektrúlla

Konfektrúlla. Það er ástæðulaust að tengja (heimagert) konfekt eingöngu við jólin. Hollt og gott konfekt á alltaf við.

— KONFEKT —  JÓLIN

.

Auglýsing

Konfektrúlla

300 g döðlur

2 1/2 dl kasjúhnetur

2 1/2 dl kókosmöl

1/2 dl appelsínusafi

3-4 tsk kakóduft

1 tsk vanilla

smá cayenne

smá salt

smá rifinn appelsínubörkur

gróft kókosmjöl

Setjið allt nema kókosmjöl í matvinnsluvél. Setjið örk af bökunarpappír á borðið, stráið kókosmjöli yfir í ca 10 cm breiða lengju, mótið lengju úr „deiginu“ og veltið upp úr kókosmjölinu. Geymið í ísskáp í nokkrar klst.

Til tilbreytingar má setja súkkulaði, negul, lime, mintu.

konfektrúlla
Konfektrúlla í vinnslu

.

KONFEKT —  JÓLIN