Kartöflumús à la Helga

Kartöflumús à la Helga þórhildur helga kolfreyjustaður kartöflur mús kartöflustappa
Kartöflumús à la Helga

Kartöflumús à la Helga.

Kona er nefnd Helga, hún er mikið fyrir góðan mat – bæði eldar hún góðan mat og svo er extra gaman að gefa henni að borða.
Bogi hennar sá um aðalréttinn

KOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGAKARTÖFLUMÚSKARTÖFLUR

.

Kartöflumús à la Helga

10 kartöflur og 1 sæt kartafla afhýddar og sneiddar niður. Sett í sjóðandi saltvatn og soðið þar til kartöflurnar eru vel mjúkar. Gott að setja sætu kartöfluna í aðeins seinna en hinar þar eð hún þarf minni suðu. Ég byrja yfirleitt á því að skræla kartöflurnar og setja í sjóðandi vatn og skræla síðan þá sætu og sneiði niður og set út í. Það er aldeilis gott að nota ostaskera til að skræla kartöflur.
Kartöflurnar maukaðar saman með ca 2 dl. af matreiðslurjóma, matskeið af sírópi, krukku af fetaosti og aðeins af olíunni af fetaostinum+ svartur pipar og salt.

Með þessu er afar gott að hafa salat gert úr spínati- tómötum- steinselju og rauðlauk.

Hægt er að nota hluta af fetaostjukkinu til að gera sósu. Það er þá sett í pott og matreiðslurjóma bætt við, krafti, rauðvínsdreitil og hrútaberjahlaup gerir svo gæfumuninn. Sjóða nokkuð vel. Það er samt ekkert nauðsynlegt að hafa sósu með þessum rétti.

KOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGAKARTÖFLUMÚSKARTÖFLUR

HELGUKARTÖFLUMÚS

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.