Kartöflumús à la Helga.
Kona er nefnd Helga, hún er mikið fyrir góðan mat – bæði eldar hún góðan mat og svo er extra gaman að gefa henni að borða.
Bogi hennar sá um aðalréttinn
— KOLFREYJUSTAÐUR— ÞÓRHILDUR HELGA — KARTÖFLUMÚS — KARTÖFLUR —
.
Kartöflumús à la Helga
10 kartöflur og 1 sæt kartafla afhýddar og sneiddar niður. Sett í sjóðandi saltvatn og soðið þar til kartöflurnar eru vel mjúkar. Gott að setja sætu kartöfluna í aðeins seinna en hinar þar eð hún þarf minni suðu. Ég byrja yfirleitt á því að skræla kartöflurnar og setja í sjóðandi vatn og skræla síðan þá sætu og sneiði niður og set út í. Það er aldeilis gott að nota ostaskera til að skræla kartöflur.
Kartöflurnar maukaðar saman með ca 2 dl. af matreiðslurjóma, matskeið af sírópi, krukku af fetaosti og aðeins af olíunni af fetaostinum+ svartur pipar og salt.
Með þessu er afar gott að hafa salat gert úr spínati- tómötum- steinselju og rauðlauk.
Hægt er að nota hluta af fetaostjukkinu til að gera sósu. Það er þá sett í pott og matreiðslurjóma bætt við, krafti, rauðvínsdreitil og hrútaberjahlaup gerir svo gæfumuninn. Sjóða nokkuð vel. Það er samt ekkert nauðsynlegt að hafa sósu með þessum rétti.
— KOLFREYJUSTAÐUR— ÞÓRHILDUR HELGA — KARTÖFLUMÚS — KARTÖFLUR —
— HELGUKARTÖFLUMÚS —