Við dvöldum á Akureyri um helgina og borðuðum þar á okkur gat – eða kannski göt… Bogi er afbragðs kokkur og sá um aðalréttin – annars eru þau hjón mjög samstíga í eldhúsinu og stússast þar gjarnan bæði. Á meðan Bogi mallaði kjúllann útbjó Helga salat og kartöflumús úr sætum kartöflum og fetaosti
Fetaostur- ólífur og sólþurraðir tómatar saxað saman.
Skerið vasa í kjúklingabringurnar og raðið þar inn í spínatblöðum sem og fetaostsjukkinu. Kryddið bringurnar vel með kjúklingakryddinu og dassi af salti og pipar og setjið í eldfast mót. Látið í 210 gráðu heitan ofn í ca 30-40mínútur – eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
Þessi réttur er með indversku ívafi, en palak paneer er spínatmauk með heimatilbúnum osti. Hér er hann frekar mildur fyrir íslenskan smekk, en það er um að gera að hrúga meira chili og meiri hvítlauk út í maukið, ef maður vill láta bíta svolítið í. Hægt er að gera maukið alveg vegan með því að nota steikt tofu í staðinn fyrir ostinn og kókosrjóma í staðinn fyrir rjómann.
Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir. Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.
Brúskettur með tómat og basil. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hélt matarboð á dögunum, hún er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.
Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)