Auglýsing
Kjúklingur Bogi kjúklingabringur góður kjúlli feta Kjúklingur à la Bogi Þórhildur Helga AKUREYRI
Kjúklingur à la Bogi

Kjúklingur à la Bogi

Við dvöldum á Akureyri um helgina og borðuðum þar á okkur gat – eða kannski göt…  Bogi er afbragðs kokkur og sá um aðalréttin – annars eru þau hjón mjög samstíga í eldhúsinu og stússast þar gjarnan bæði. Á meðan Bogi mallaði kjúllann útbjó Helga salat og kartöflumús úr sætum kartöflum og fetaosti

.

Auglýsing

HELGA OG BOGIAKUREYRIKJÚKLINGUR

.

Kjúklingur a la Bogi fyrir 4+

6 kjúklingabringur
fetaostur- kubbur
sólþurraðir tómatar- lítil krukka
ólífur- svartar eða grænar eða í bland. 1 krukka
spínat
PRIMA kjúklingakrydd
salt+svartur pipar
Fetaostur- ólífur og sólþurraðir tómatar saxað saman.
Skerið vasa í kjúklingabringurnar og raðið þar inn í spínatblöðum sem og fetaostsjukkinu. Kryddið bringurnar vel með kjúklingakryddinu og dassi af salti og pipar og setjið í eldfast mót. Látið í 210 gráðu heitan ofn í ca 30-40mínútur – eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.
Kjúklingur a la Bogi ólífur sólþurrkaðir tómatar
Kjúklingur à la Bogi

.

HELGA OG BOGIAKUREYRIKJÚKLINGUR

— BOGAKJÚKLINGUR —

.

1 athugasemd

  1. Aldeilis fínt að fá ykkur félaga í mat. Fattaði eftir á að kjúllinn á náttúrulega að heita Bogi kjúklingur….tíhí

Comments are closed.