Sítrónukúlur

Sítrónukúlur raw food sítrónur döðlur kókosmjöl hráfæði
Sítrónukúlur

Sítrónukúlur

Við og við hitti ég fólk sem nýlega hefur prófað að útbúa hráfæðiskökur. Nema hvað – það eru allir svo ánægðir að hafa tekið skrefið og ánægðir með afraksturinn. Flestir tala um hversu fljótlegt þetta er, auðvelt og bragðgott.

HRÁFÆÐISÍTRÓNUR

.

Sítrónukúlur

1 b döðlur, saxaðar gróft
1 b valhnetur, saxaðar gróft
1 b sesamfræ
1/4 b sítrónusafi
1 banani
smá salt
1/2 b kókosmjöl.

Setjið döðlur, valhnetur, sesamfræ, sítrónusafa, banana og salt í matvinnsluvél og maukið. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Raðið á disk og kælið.

Sítróna raw
Sítrónukúlur

.

— SÍTRÓNUKÚLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.