Sítrónukúlur

Sítrónukúlur raw food sítrónur döðlur kókosmjöl hráfæði
Sítrónukúlur

Sítrónukúlur

Við og við hitti ég fólk sem nýlega hefur prófað að útbúa hráfæðiskökur. Nema hvað – það eru allir svo ánægðir að hafa tekið skrefið og ánægðir með afraksturinn. Flestir tala um hversu fljótlegt þetta er, auðvelt og bragðgott.

HRÁFÆÐISÍTRÓNUR

.

Sítrónukúlur

1 b döðlur, saxaðar gróft
1 b valhnetur, saxaðar gróft
1 b sesamfræ
1/4 b sítrónusafi
1 banani
smá salt
1/2 b kókosmjöl.

Setjið döðlur, valhnetur, sesamfræ, sítrónusafa, banana og salt í matvinnsluvél og maukið. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Raðið á disk og kælið.

Sítróna raw
Sítrónukúlur

.

— SÍTRÓNUKÚLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum

Súkkulaðismákökur með hnetum

SÚKKULAÐIsmákökur með hnetum. Nú er ég algjörlega að missa mig í súkkulaðinu, ofurgóða súkkulaðinu. Í þessar kökur má nota hvaða tegund af hnetum sem fólk vill, ber eða fræ. Njótið vel með kaffi eða ís eða……