Auglýsing
Sítrónukúlur raw food sítrónur döðlur kókosmjöl hráfæði
Sítrónukúlur

Sítrónukúlur

Við og við hitti ég fólk sem nýlega hefur prófað að útbúa hráfæðiskökur. Nema hvað – það eru allir svo ánægðir að hafa tekið skrefið og ánægðir með afraksturinn. Flestir tala um hversu fljótlegt þetta er, auðvelt og bragðgott.

HRÁFÆÐISÍTRÓNUR

.

Sítrónukúlur

1 b döðlur, saxaðar gróft
1 b valhnetur, saxaðar gróft
1 b sesamfræ
1/4 b sítrónusafi
1 banani
smá salt
1/2 b kókosmjöl.

Setjið döðlur, valhnetur, sesamfræ, sítrónusafa, banana og salt í matvinnsluvél og maukið. Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Raðið á disk og kælið.

Sítróna raw
Sítrónukúlur

.

— SÍTRÓNUKÚLUR —

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Eru þetta mistök að tvírita valhneturnar eða áttu þetta að vera önnur hnetutegund til viðbótar t.d. pecan?

Comments are closed.