Auglýsing
Saltfiskur Bacalao a la Mexicana mexíkóskur matur ólífur
Bacalao a la Mexicana

Bacalao a la Mexicana.

Hver kannast ekki við að klippa út uppskrift úr blaði og ætla að prófa hana fljótlega, svo líða vikur og mánuðir og ekkert gerist? Þessi uppskrift var klippt út úr jólablaði Morgunblaðsins um eða uppúr síðustu aldamótum en birtist hér lítillega breytt. Loksins kom ég því í verk að elda saltfiskinn – afsakið þennan seinagang 🙂

— SALTFISKURMEXÍKÓ

.

Bacalao a la mexicana

1 kg saltfiskflök (útvötnuð)
1 lítil dós tómatmauk
150 g laukur
750 g kartöflur
1 b ólífuolía
750 g tómatar
2 stk lárviðarlauf
1 búnt steinselja
250 g grænar ólífur
3 hvítlauksrif
saltfisksoð
3 lítil chili.

Sjóðið kartöflur og skerið í teninga. Saxið lauk, tómat, hvítlauk og chili og steikið á pönnu með ólífuolíu (nóg af henni) í 10-15 mín. Bætið tómatmauki, pipar og lárviðarlaufi saman við. Raðið saltfisknum í eldfast form. Bætið kartöflunum saman við maukið ásamt pipar, ólífum og saxaðri steinselju – hrærið varlega saman. Hellið yfir saltfiskinn og bakið við 180° í um 25 mín.

Bacalao a la Mexicana
Bacalao a la Mexicana

.

— SALTFISKURMEXÍKÓ

— BACALAO A LA MEXICANA —

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Eldaði þennan og bar fram sem léttan forrétt á jólum, hann var besti réttur jólanna það árið! Vinsæll spariréttur hjá okkur!

Comments are closed.