Bacalao a la Mexicana

Saltfiskur Bacalao a la Mexicana mexíkóskur matur ólífur
Bacalao a la Mexicana

Bacalao a la Mexicana.

Hver kannast ekki við að klippa út uppskrift úr blaði og ætla að prófa hana fljótlega, svo líða vikur og mánuðir og ekkert gerist? Þessi uppskrift var klippt út úr jólablaði Morgunblaðsins um eða uppúr síðustu aldamótum en birtist hér lítillega breytt. Loksins kom ég því í verk að elda saltfiskinn – afsakið þennan seinagang 🙂

— SALTFISKURMEXÍKÓ

.

Bacalao a la mexicana

1 kg saltfiskflök (útvötnuð)
1 lítil dós tómatmauk
150 g laukur
750 g kartöflur
1 b ólífuolía
750 g tómatar
2 stk lárviðarlauf
1 búnt steinselja
250 g grænar ólífur
3 hvítlauksrif
saltfisksoð
3 lítil chili.

Sjóðið kartöflur og skerið í teninga. Saxið lauk, tómat, hvítlauk og chili og steikið á pönnu með ólífuolíu (nóg af henni) í 10-15 mín. Bætið tómatmauki, pipar og lárviðarlaufi saman við. Raðið saltfisknum í eldfast form. Bætið kartöflunum saman við maukið ásamt pipar, ólífum og saxaðri steinselju – hrærið varlega saman. Hellið yfir saltfiskinn og bakið við 180° í um 25 mín.

Bacalao a la Mexicana
Bacalao a la Mexicana

.

— SALTFISKURMEXÍKÓ

— BACALAO A LA MEXICANA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberja- og croissanteftirréttur

Croissant bláber

Bláberja- og croissanteftirréttur. Kjörinn réttur í saumaklúbbinn eða sem eftirréttum já eða bara með sunnudagskaffinu. Kannski ekki sá allra hollasti en með því að vera meðvitaður um mataræðið dags daglega (frá morgni til kvölds) verður auðveldara að njóta þess að fá endrum og sinnum réttti eins og þennan.

Essensia – veitingahús

Essensia dscf3801 Essensia dscf3776 

Essensia - Veitingahúsið Essensia á Hverfisgötu stimplar sig strax hressilega inn í veitingahúsaflóru höfuðborgarinnar svo eftir er tekið. Faglega að öllu staðið og hinn ítalski sunnan blær staðarins er kærkomin viðbót í fjölbreyttri matarborg sem Reykjavík er. Klassískir suðrænir bragðgóðir réttir einkenna staðinn. Réttir sem gestir geta deilt og eru hvattir til að deila. Enn ein úrvalsrósin í hnappagat Hákons Más Örvarssonar.

Fyrri færsla
Næsta færsla