Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínatbaka
Spínat- og hrísgrjónabaka

Spínat- og hrísgrjónabaka. Einföld, auðveld og góð. Meðferð á smjördeigi vefst fyrir sumum, en þessi baka er án smjördeigs. Bakan er mjög góð og ekki skemmir fyrir að dásamlegur rósmaríninilmurinn fyllir vitin og allt húsið á meðan hún er í ofninum. Munið bara að spara ekki rósmarínið í þessa böku. Þegar ég tók bökuna úr ofninum hellti ég yfir góðum slatta af olíu og hvítlauksolíu.

Spínat- og hrísgrjónaeggjabaka

1 dl góð olía

1 laukur

3 egg

1/3 b mjólk

1 tsk worcestershire sósa

1/2 tsk salt

1-2 msk rósmarín

1 poki frosið spínat

1 b soðin hrísgrjón

salt og pipar

rifinn ostur

1-2 dl góð olía/hvítlauksolía

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni í sæmilega stórum potti. Bætið við frosna spínatinu og látið þiðna. Bætið við Worcestershire sósu, kryddum og hrísgrjónum. Brjótið eggin í skál hrærið mjólkinni saman við og hellið yfir það sem er í pottinum. Setjið í eldfast form og setjið rifinn ost yfir. Bakið við 160 g í um klst. Takið úr ofninum og hellið olíu yfir.

SJÁ EINNIG: BÖKURSPÍNAT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónusmjörið góða og lífrænn matarlitur

Sítrónusmjör

Sítrónusmjörið góða. Þegar sítrónusmjör er útbúið verður eiginlega að hafa matarlit, annars verður það muskulegt, grátt og frekar ógirnilegt. Á dögunum fann ég náttúrulegan matarlit sem er mun hollari en hinn – þá bretti ég upp ermar og skellti í sítrónusmjör ????