Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans
Útvarpskonan ágæta, Sigurlaug M. Jónasdóttir las þessa uppskrift upp í matarþætti sínum fyrir mörgum árum. Lesturinn var svo áhrifaríkur að þarna hlaut að vera ljúffengur steiktur kjúklingur. Já já þetta er ljúffengur kjúklingur.
— SIGURLAUG MARGRÉT — KJÚKLINGUR — BANDARÍKIN —
.
Steiktur kjúklingur eftir þeldökkri konu í New Orleans
Kjúklingalæri
lögð í mjólk í 15 mín.
Blandað saman:
2 dl hveiti
1 msk paprika
1 msk karrý
2 tsk salt
malaður pipar
Nuddið kjúklingabitana með þessari blöndu.
Steikið upp úr:
4 hlutum góðri olíu
1 hluta sesamolíu
5 mín á hvorri hlið við meðalhita með loki, slökkvið þá undir og takið lokið af.
Raðið bitunum í eldfast mót og setjið í ofn við 180°C og um leið er slökkt á honum þar til mestur hitinn er farinn. Vessgú
.
— SIGURLAUG MARGRÉT — KJÚKLINGUR — BANDARÍKIN —
— STEIKTUR KJÚKLINGUR EFTIR ÞELDÖKKRI KONU Í NEW ORLEANS —
—