Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbaka með ostasósu Kristín Gísladóttir og Sigurbjörn Aðalsteinsson í Los Angeles
Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbaka með ostasósu

Enn ein uppskriftin sem ég hef klippt út úr blaði og ætlað að elda mjög fljótlega 😉 Innbökuð jóla-grænmetissteik í sérrí-gráðostasósu birtist í jólablaði Morgunblaðsins árið 2000, hún er frá Kristínu Gísladóttur og Sigurbirni Aðalsteinssyni í Los Angeles. Mjög góð baka, að vísu fann ég hvergi blaðlauksrjómaost og notaði beikonost í staðinn. Svo átti ég ekki nóg af smjördeigi til að setja yfir þannig að ég setti rifinn ost.

Grænmetisbaka með ostasósu

Grænmetisbakan

800 g smjördeig
1 stór rauðlaukur
2 b sveppir
1 rauð paprika
400 g spergilkál
3 stilkar sellerí
3 gulrætur
1 blaðlaukur
1/2 tsk pipar
1 tsk paprika
2 stilkar ferskt dill
ólífuolía

Sósa

50 g smjör
3 hvítlauksrif
2 dl hvítvín eða mysa
1 dl rjómi
3 dl mjólk
50 g gráðostur
50 g blaðlauksrjómaostur
1-2 tsk grænmetiskraftur
1 tsk timjan
1 tsk oregano
1 ts paprika
1/2 tsk chili
1-2 tsk svartur pipar
1 tsk rósapipar
villijurtablanda eftir smekk
1 msk sojasósa
2 stilkar ferskt dill
2 msk maizena-mjöl

 

– Saxið gulrætur, spergilkál, papriku, sellerí og blaðlauk.

– Saxið og snöggsteikið lauk og sveppi í olíu, 1/2 tsk pipar og 1 tsk papriku. Blandið út í grænmetisskálina og setjið til hliðar.

– Saxið hvítlauk smátt og steikið í smjöri í potti. Hellið rjóma, mjólk og hvítvíni saman við og leysið ostinn upp í vökvanum. Hrærið vel og blandið svo kryddinu og sérríi út í.

Smakkið til. Ath. að sósan þarf að vera mikið krydduð til að getfa grænmetinu bragð. – Þykkið með maizena eftir smekk.

– Smyrjið ofnfast form (djúpt og hringlaga) með ólífuolíu. Skipti’ deiginu í tvennt. Fletjið út annan helminginn og klæðið formið að innan (2 cm upp fyrir brúnina).

– Setjið grænmetið í formið og hellið sérrí-ostasósunni yfir. Lokið fatinu með hinum helmingnum af smjördeiginu. Þrýstið köntum vel saman og penslið yfir með olíu.

Geri smágötu í deigið með gaffli.

– Bakið við 175°C í 50 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani. Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.

Rósmarín- og möndlukex

Rósmarín- og möndlukex DSCF0143

Rósmarín- og möndlukex. Alltaf gott að eiga hollt og gott heimagert kex til að maula á eða bjóða þegar gesti ber að garði. Stórfínt með ostum, hummús, möndlusmjöri eða öðru góðu viðbiti. Já eða bara eitt og sér.

Fyrri færsla
Næsta færsla