Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert, Ásgeir Páll, Hlöðver Sigurðsson, Kjartan Vídó, karlaklúbbur valdimar hilmarsson magnús guðmundsson
Meðlimir í Matarklúbbnum Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb og nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Einu sinni áður hefur mér verið boðið að borða með þeim. Þá fékk hver meðlimur 400 gramma nautasteik með tilheyrandi meðlæti. Satt best að segja hélt ég að ekki væri hægt að torga þessu en annað kom nú í ljós.

Á dögunum hittist hluti hópsins og borðaði saman í boði Kjartans Vídó og okkur Bergþóri var boðið að vera með þessum einstaklega frjálslega hópi.

GESTABLOGGARAR52/52AUSTURRÍKINAUTAKJÖTEFTIRRÉTTIRSALZBURGKJARTAN VÍDÓ

.

Buffaló mozzarella með tómötum og basilolíu
Buffaló mozzarella með tómötum og basilolíu

Buffaló mozzarella með tómötum og basilolíu

– Einn stór buffaló mozzarella á mann
– skera niður litla tómaata
– Basilolía. Fyrst er basil soðið í sjóðandi vatni í 1-2 mínútur og snöggkælt. Síðan er það sett í matvinnsluvél með bragðlítilli olíu og öllu blandað saman með smá hunangi. Hellt í skál í gegnum sigti þar sem hratið er hreinsað burt. Saltað og piparað og svo bæti ég þurrkaðri basiliku í olíuna til að fá meira líf og bragð í hana.

Basilolían er svo sett neðst á diskinn og mozzarella osturinn ofan á. Tómötum raðað í kringum ostinn. Salt sett ofan á hann og niðurskorið basil.

Villisveppa rísottó
Villisveppa rísottó

Villisveppa rísottó

Dós af þurrkuðum villisveppum (ca 25 g)

1 askja af Flúðasveppum

hálfur laukur

ca 3 dl hvítvín

ca 5 dl soð (sveppa eða kjúklinga)

1 b risottó-grjón

parmesan ostur

ólífuolía og steinselja

Þurrkuðu sveppirnir settir í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Vatnið er svo hægt að nota sem part af soðinu enda kemur guðdómlegt bragð af sveppunum í vatnið. Olía sett í pott og laukur skorinn smátt niður. Laukurinn svitaður við miðlungshita í nokkrar mínútur, passið að brenna hann ekki. Villisveppirnir teknir út vatninu, skornir gróft og bætt út í pottinn ásamt niðurskornum Flúða sveppunum. Hækkið aðeins hitann undir pottinum og steikið sveppina í olíunni í nokkrar mínútur.
Rísottó grjónum bætt út í og hrærið stöðugt í fyrstu mínúturnar og leyfið grjónunum drekka í sig olíuna og sveppina. Bætið góðum slurk af hvítvíni út í og leyfið að sjóða niður og þarna er mikilvægt að kokkurinn bragði hvítvínið líka. Hrærið reglulega í rísottóinu. Hellið soði af og til soði yfir grjónin og svo má líka gefa þeim smá hvítvín að drekka af og til. Fylgjast þarf vel með grjónunum. Í lokin finnst mér best að grjónin séu vel blaut og því gef ég þeim svolítið soð 2-3 mínútum áður en ég ber rísottóið fram og set smá smjör og parmesan ost í pottinn og hræri stöðugt í.
Þegar þetta er borið fram þá set ég yfir parmesanost ásamt smá olífuolíu og ferskri steinselju.

Ossobuco
Ossobuco

Ossobuco

2 kg. ossobuco kálfakjöt

200 g hveiti

1/2 flaska hvítvín

4 sellerí stönglar

8 gulrætur

4 greinar rósmarín

2 greinar timían

3 lárviðarlauf

1 poki steinselja

2 laukur

1/2 l nautasoð

2 ds niðursoðnir tómatar

 

Spínatkartöflumús

500 g kartöflur

100 g smjör

1/2 poki spínat

Nauðsynlegt er að hafa kjötið við stofuhita þegar byrjað er að elda það. Ég opnaði pakkningarnar og þerraði kjötið, skar svo í kantana til að skera í sundur sinar svo að kjötið myndi ekki verpast við steikingu. Því næst setti ég hveiti í skál og kryddaði með salti, pipar og þurrkuðu oreganó. Velti kjötinu upp úr hveitinu og steikti svo í 2-3 mínútur á hvorri hlið í pottinum sem ég eldaði svo allt í. Setti svo kjötið til hliðar og geymdi aðeins. Skar niður gulrætur, lauk og sellerí og steikti við miðlungshita í pottinum. Hellti síðan hálfri flösku af hvítvíni og leyfði því sjóða niður í nokkrar mínútur. Bætti við 0.5 lítrum af nautasoði í pottinn og tveimur dósum af niðurskornum tómötum ásamt smá tómatkrafti. Leyfði þessu að sjóða saman í nokkrar mínútur og kryddaði með ferskum kryddjurtum. Setti svo nánast allt innihaldið úr pottinum í skál og byrjaði að raða kjötinu í pottinn. Smá grænmetistómatblöndu neðst og svo kjöt og þannig koll af kolli eins mikið og potturinn leyfði. Því næst sett inn í ofn sem var stilltur á 130°C og eldaði þannig í 4 klukkutíma.

Sem meðlæti með þessu sauð ég kartöflur og stappaði niður, bætti við rjóma og smá smjöri ásamt tveimur góðum lúkum af spínati.

 

Eftirrétturinn Heit ást frá Salzburg
Eftirrétturinn Heit ást frá Salzburg

Heit ást frá Salzburg

Frosin hindber
vanilluís
Heisse Liebe er einhver einfaldasti eftirréttur sem ég geri og alltaf slær hann í gegn. Þetta er eftirréttur sem ég fékk oft og gerði þegar við bjuggum í Austurríki. Frosin hindber eru sett í pott eða pönnu ásamt smá hunangi og soðin niður í heita sósu. Hellt yfir ísinn og borið fram. Einfalt, þægilegt og rosalega gott.

Hlöðver með heita ást frá Salzburg

.

GESTABLOGGARAR52/52AUSTURRÍKINAUTAKJÖTEFTIRRÉTTIRSALZBURG

MATARKLÚBBURINN ALBERT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.