Fífladrykkur

fífladrykkur FÍFLAR TÚNFÍFILL TÚNFÍFLAR dandelion fíflablóm fíflablöð
Fífladrykkur

Fífladrykkur

Margir agnúast úr í túnfífla og vilja útrýma þeim. Sú barátta er líklega vonlaus og því mun einfaldara að sættast við fíflana og nýta til matar. Það er ánægjulegt að bjóða upp á sinn eigin sumardrykk, jafnvel úr fíflum úr garðinum. Drykkurinn er frískandi og hentar öllum aldri á hlýjum sumardögum

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Fífladrykkur

1 kg fíflablóm

1/4 kg fíflablöð

5 l vatn

cm af engiferi í sneiðum

1,5 kg sykur

Látið fíflablöð og -blóm liggja í köldu vatni yfir nótt. Hellið vatninu af, setjið fíflana ásamt hreinu vatni, engifer og sykri í fötu með loki og geymið á svölum stað í tvo sólarhringa við 8–10°C. Sigtið fíflana frá og setjið löginn á flöskur. Geymið á köldum stað. Af drykknum er hunangsbragð með eplakeim.

Túnfíflar

.

TÚNFÍFLARSUMAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbarapæ með marengs

Rabarbarapæ

Rabarbarapæ með marengs. Bústnir rabarbaraleggirnir eru nú fullvaxnir og bíða þess víða að verða teknir upp. Gamla góða rabarbarapæið stendur alltaf fyrir sínu - hér er komin eins konar hátíðarútgáfa af því. Í fimmtán ára afmæli Laufeyjar Birnu kom Vilborg frænka hennar með þetta líka fína rabarbarapæ með marengs.

SaveSave