Spjallaði við hressar BPW konur um mat, áhrif matar, kurteisi, veislur, heilsu, mikilvægi þess að láta drauma sína rætast, hreyfingu, viðurkenningu, ræktun hjónabands og margt fleira. Líflegar umræður voru í lokin.
Öflugt tengslanet og traust bakland er gulls ígildi. Mánaðarlega hittist glaðvær hópur kvenna með það að markmiði að styðja hver aðra og aðstoða á sem mestan og bestan hátt. BPW stendur fyrir Business & Professional women in Iceland og er hluti af alþjóðlegum samtökum.
Á miðri mynd er Katrín Óladóttir formaður BPW á Íslandi og henni á hægri hönd er Hulda dóttir hennar.
Samtökin Business Professional Women (BPW) voru stofnuð í Bandaríkjunum 1917 en sem alþjóðasamtök 1930. Starfsemi samtakana hér á landi nær aftur til 1979
Auglýsing